Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

AÐ HEFJA SAMRÆÐUR

KAFLI 1

Áhugi á öðrum

Áhugi á öðrum

Meginregla: „Kærleikurinn … hugsar ekki um eigin hag.“ – 1. Kor. 13:4, 5.

Hvernig fór Jesús að?

1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Jóhannes 4:6–9. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:

  1.    Eftir hverju tók Jesús áður en hann tók konuna tali?

  2.   Jesús sagði: „Gefðu mér að drekka.“ Hvers vegna var þetta áhrifarík leið til að hefja samræður?

Hvað lærum við af Jesú?

2. Ef við vekjum máls á málefni sem fólk hefur áhuga á er líklegra að samræðurnar verði ánægjulegar.

Líkjum eftir Jesú

3. Verum sveigjanleg. Reyndu ekki að þvinga fram samræður um málefni sem þú hefur undirbúið. Vektu máls á því sem fólk hugsar um á líðandi stundu. Veltu fyrir þér:

  1.    Hvað er í fréttunum?

  2.   Hvað eru nágrannar, vinnufélagar og bekkjarfélagar að tala um?

4. Verum athugul. Veltu fyrir þér:

  1.    Hvað er viðkomandi að gera þá stundina? Hvað gæti hann verið að hugsa um?

  2.   Hvað segja fötin, útlitið og heimilið um skoðanir hans og menningu?

  3.   Er þetta hentugur tími til að hefja samræður?

5. Hlustum.

  1.    Ekki tala of mikið.

  2.   Hvettu viðmælandann til að tjá sig. Spyrðu spurninga þegar við á.