AÐ GERA FÓLK AÐ LÆRISVEINUM
KAFLI 12
Hreinskilni
Meginregla: „Olía og reykelsi gleðja hjartað, hið sama er að segja um góðan vin sem gefur einlæg ráð.“ – Orðskv. 27:9.
Hvernig fór Jesús að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Markús 10:17–22. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lærum við af Jesú?
2. Tal okkar þarf að vera kærleiksríkt en við þurfum líka að vera hreinskilin við nemendur okkar svo að þeir geti tekið andlegum framförum.
Líkjum eftir Jesú
3. Hjálpum nemendum okkar að setja sér markmið og ná þeim.
-
Notaðu rammann „Markmið“ í lok hvers kafla í námsritinu Von um bjarta framtíð.
-
Hjálpaðu nemandanum að koma auga á skrefin sem hann þarf að stíga til að ná bæði skammtíma- og langtímamarkmiðum sínum.
4. Áttaðu þig á hvað stendur í vegi fyrir framförum nemandans og hjálpaðu honum að yfirstíga það.
-
-
Hvað gæti hindrað nemanda minn í að stefna í átt til skírnar?
-
Hvaða hjálp gæti hann þurft?
-
-
Biddu Jehóva um hjálp til að vera kærleiksríkur og opinskár þegar þú bendir nemandanum á hvað hann þurfi að gera.
5. Að binda enda á biblíunámskeið.
-
Leggðu mat á hvort biblíunemandinn tekur framförum með því að velta fyrir þér eftirfarandi:
-
Fer hann eftir því sem hann er að læra?
-
Mætir hann á samkomur og talar við aðra um sannleikann?
-
Hefur hann áhuga á að verða vottur Jehóva eftir að hafa kynnt sér Biblíuna um þó nokkurn tíma?
-
-
Ef biblíunemandi er áhugalaus um að taka framförum:
-
Spyrðu hann hvað geti hugsanlega haldið aftur af honum.
-
Útskýrðu vingjarnlega fyrir honum hvers vegna þú ætlir að hætta náminu.
-
Upplýstu hann um hvaða skref hann þurfi að stíga áður en þið getið tekið upp þráðinn á ný.
-