Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

AÐ HEFJA SAMRÆÐUR

KAFLI 6

Hugrekki

Hugrekki

Meginregla: ‚Við tókum í okkur kjark með hjálp Guðs til að flytja ykkur fagnaðarboðskap hans.‘ – 1. Þess. 2:2.

Hvernig fór Jesús að?

1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Lúkas 19:1–7. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:

  1.    Hvers vegna gætu sumir hafa forðast Sakkeus?

  2.   Hvað knúði Jesú til að boða honum fagnaðarboðskapinn þrátt fyrir það?

Hvað lærum við af Jesú?

2. Við þurfum að vera hugrökk til að boða fagnaðarboðskapinn án manngreinarálits.

Líkjum eftir Jesú

3. Reiðum okkur á Jehóva. Andi Guðs gaf Jesú kraft til að flytja boðskapinn og hann getur gert það sama fyrir þig. (Matt. 10:19, 20; Lúk. 4:18) Biddu Jehóva um kjark til að tala við þá sem þú gætir verið smeykur við. – Post. 4:29.

4. Dæmum fólk ekki fyrir fram. Við gætum hikað við að nálgast suma vegna ytra útlits, þjóðfélagsstöðu eða efnahags, lífernis eða trúarskoðana. En mundu þetta:

  1.    Jehóva og Jesús geta lesið hjörtun en ekki við.

  2.   Miskunn Jehóva nær til allra.

5. Finnum jafnvægið milli hugrekkis annars vegar og háttvísi og varkárni hins vegar. (Matt. 10:16) Forðastu deilur. Ljúktu samtalinu kurteislega ef þér finnst viðmælandinn ómóttækilegur gagnvart fagnaðarboðskapnum eða ef þú óttast um öryggi þitt. – Orðskv. 17:14.