AÐ HEFJA SAMRÆÐUR
KAFLI 6
Hugrekki
Meginregla: ‚Við tókum í okkur kjark með hjálp Guðs til að flytja ykkur fagnaðarboðskap hans.‘ – 1. Þess. 2:2.
Hvernig fór Jesús að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Lúkas 19:1–7. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lærum við af Jesú?
2. Við þurfum að vera hugrökk til að boða fagnaðarboðskapinn án manngreinarálits.
Líkjum eftir Jesú
3. Reiðum okkur á Jehóva. Andi Guðs gaf Jesú kraft til að flytja boðskapinn og hann getur gert það sama fyrir þig. (Matt. 10:19, 20; Lúk. 4:18) Biddu Jehóva um kjark til að tala við þá sem þú gætir verið smeykur við. – Post. 4:29.
4. Dæmum fólk ekki fyrir fram. Við gætum hikað við að nálgast suma vegna ytra útlits, þjóðfélagsstöðu eða efnahags, lífernis eða trúarskoðana. En mundu þetta:
5. Finnum jafnvægið milli hugrekkis annars vegar og háttvísi og varkárni hins vegar. (Matt. 10:16) Forðastu deilur. Ljúktu samtalinu kurteislega ef þér finnst viðmælandinn ómóttækilegur gagnvart fagnaðarboðskapnum eða ef þú óttast um öryggi þitt. – Orðskv. 17:14.