EFTIRFYLGNI
KAFLI 9
Samkennd
Meginregla: „Gleðjist með þeim sem gleðjast. Grátið með þeim sem gráta.“ – Rómv. 12:15.
Hvernig fór Jesús að?
1. Horfðu á MYNDBANDIÐ eða lestu Markús 6:30–34. Hugleiddu síðan eftirfarandi spurningar:
Hvað lærum við af Jesú?
2. Samkennd er mikilvæg svo að fólk finni að okkur er umhugað um velferð þess en ekki aðeins um að koma boðskapnum á framfæri.
Líkjum eftir Jesú
3. Vertu góður áheyrandi. Leyfðu viðkomanda að tjá sig. Gríptu ekki fram í og vertu ekki fljótur að gera lítið út tilfinningum hans, áhyggjum eða andmælum. Með því að sýna honum óskipta athygli finnur hann að þér stendur ekki á sama um hvað honum finnst.
4. Hafðu hinn áhugasama ofarlega í huga. Með hliðsjón af samræðum ykkar geturðu spurt þig:
5. Veldu umræðuefni sem mætir þörfum hans. Um leið og færi gefst skaltu sýna hvernig biblíunám getur svarað spurningum hans og nýst honum í lífi og starfi.