Síðari Kroníkubók 16:1–14

  • Sáttmáli Asa við Sýrland (1–6)

  • Hananí ávítar Asa (7–10)

  • Asa deyr (11–14)

16  Á 36. stjórnarári Asa hélt Basa+ Ísraelskonungur í herferð gegn Júda og hófst handa við að víggirða* Rama+ til að enginn kæmist til eða frá Asa Júdakonungi.*+  Þá tók Asa silfur og gull úr fjárhirslum húss Jehóva+ og konungshallarinnar og sendi það til Benhadads Sýrlandskonungs+ sem bjó í Damaskus. Hann lét flytja honum þessi boð:  „Sáttmáli er milli mín og þín og milli föður míns og föður þíns. Ég sendi þér þetta silfur og gull. Rjúfðu nú sáttmála þinn við Basa, konung í Ísrael, svo að hann dragi sig til baka frá mér.“  Benhadad gerði eins og Asa konungur bað um og sendi hershöfðingja sína til að ráðast á borgir Ísraels. Þeir tóku Íjón,+ Dan,+ Abel Maím og allar birgðageymslurnar í borgum Naftalí.+  Um leið og Basa frétti þetta hætti hann að víggirða Rama og stöðvaði framkvæmdirnar.  Asa konungur kallaði síðan saman alla Júdamenn. Þeir fluttu burt steinana og timbrið sem Basa hafði notað til að víggirða Rama.+ Hann notaði það síðan til að víggirða* Geba+ og Mispa.+  Um þetta leyti kom Hananí+ sjáandi til Asa Júdakonungs og sagði: „Af því að þú treystir á* Sýrlandskonung en ekki á Jehóva Guð þinn hefur her Sýrlandskonungs gengið þér úr greipum.+  Voru ekki Eþíópíumenn og Líbíumenn mikill her með marga stríðsvagna og riddara? En Jehóva gaf þá í hendur þínar af því að þú treystir á hann.+  Augu Jehóva skima um alla jörðina+ til að hann geti beitt mætti sínum í þágu þeirra* sem eru heils hugar við hann.*+ Þú hefur farið heimskulega að ráði þínu í þessu. Héðan í frá munu menn stöðugt heyja stríð við þig.“+ 10  En Asa sármóðgaðist og lét varpa sjáandanum í fangelsi* af því að hann var svo reiður út í hann. Um svipað leyti fór hann að beita ýmsa af þjóðinni hörku. 11  Saga Asa frá upphafi til enda er skráð í Bók Júda- og Ísraelskonunga.+ 12  Á 39. stjórnarári sínu varð Asa veikur í fótum. Hann varð alvarlega veikur en jafnvel þá sneri hann sér ekki til Jehóva heldur til lækna. 13  Asa var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum.+ Hann dó á 41. stjórnarári sínu. 14  Hann var jarðaður í miklu grafhýsi sem hann hafði látið höggva út handa sér í Davíðsborg.+ Hann var lagður á líkbörur sem voru fylltar balsamolíu og sérstöku smyrsli úr alls konar kryddjurtum og ilmolíum.+ Gríðarmikið bál var kveikt honum til heiðurs.*

Neðanmáls

Eða „endurreisa“.
Eða „til að koma í veg fyrir að nokkur yfirgæfi eða kæmist inn á svæði Asa Júdakonungs“.
Eða „endurreisa“.
Orðrétt „studdist við“.
Eða „stutt þá“.
Eða „þjóna honum af öllu hjarta“.
Orðrétt „stokkhúsið“.
Hér er sennilega ekki átt við að lík Asa hafi verið brennt heldur kryddjurtir.