Dómarabókin 2:1–23

  • Viðvörun frá engli Jehóva (1–5)

  • Jósúa deyr (6–10)

  • Dómarar koma fram og frelsa Ísrael (11–23)

2  Engill Jehóva+ kom nú frá Gilgal+ til Bókím og sagði: „Ég leiddi ykkur út úr Egyptalandi inn í landið sem ég sór forfeðrum ykkar.+ Ég sagði einnig: ‚Ég mun aldrei rjúfa sáttmála minn við ykkur.+  Þið megið hins vegar ekki gera sáttmála við íbúa þessa lands+ heldur skuluð þið rífa niður ölturu þeirra.‘+ En þið hafið ekki hlýtt mér.+ Af hverju hafið þið ekki gert það?  Þess vegna sagði ég líka: ‚Ég hrek þá ekki burt undan ykkur.+ Þeir verða ykkur að tálsnöru+ og guðir þeirra munu tæla ykkur burt frá mér.‘“+  Þegar engill Jehóva sagði þetta við Ísraelsmenn grétu þeir hástöfum.  Þess vegna nefndu þeir staðinn Bókím* og þeir færðu Jehóva fórn þar.  Þegar Jósúa lét Ísraelsmenn fara hélt hver og einn til erfðalands síns til að taka það til eignar.+  Fólkið þjónaði Jehóva meðan Jósúa var á lífi og meðan þeir öldungar voru á lífi sem lifðu Jósúa og höfðu séð öll þau stórvirki sem Jehóva hafði unnið í þágu Ísraels.+  Jósúa Núnsson þjónn Jehóva dó 110 ára að aldri.+  Hann var grafinn í erfðalandi sínu í Timnat Heres+ í fjalllendi Efraíms, norðan við Gaasfjall.+ 10  Öll sú kynslóð safnaðist til forfeðra sinna* og önnur kynslóð kom fram sem þekkti ekki Jehóva né það sem hann hafði gert fyrir Ísrael. 11  Þá gerðu Ísraelsmenn það sem var illt í augum Jehóva og þjónuðu Baölunum.*+ 12  Þeir yfirgáfu Jehóva, Guð feðra sinna, sem leiddi þá út úr Egyptalandi,+ og tilbáðu aðra guði, guði þjóðanna sem bjuggu í kringum þá.+ Þeir féllu fram fyrir þeim og misbuðu Jehóva.+ 13  Þeir yfirgáfu Jehóva og þjónuðu Baal og Astörtunum.+ 14  Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn Ísraelsmönnum og hann leyfði ræningjum að ræna þá.+ Hann gaf þá á vald óvinanna í kring+ og þeir gátu ekki lengur staðið gegn þeim.+ 15  Hönd Jehóva var gegn þeim hvað sem þeir tóku sér fyrir hendur svo að þeir lentu í erfiðleikum+ eins og Jehóva hafði sagt og Jehóva hafði svarið þeim,+ og þeir upplifðu miklar hörmungar.+ 16  Þá gaf Jehóva þeim dómara sem frelsuðu þá úr höndum þeirra sem rændu þá.+ 17  En þeir hlustuðu ekki einu sinni á dómarana heldur fóru að tilbiðja aðra guði* og krjúpa fyrir þeim. Þeir voru fljótir að víkja út af veginum sem forfeður þeirra fetuðu. Forfeður þeirra höfðu hlýtt boðorðum Jehóva+ en þeir gerðu það ekki. 18  Þegar Jehóva gaf þeim dómara+ var Jehóva með dómaranum og frelsaði þá úr höndum óvina þeirra meðan dómarinn var á lífi. Jehóva kenndi í brjósti um þá*+ þegar þeir kveinuðu undan þeim sem kúguðu þá+ og fóru illa með þá. 19  En þegar dómarinn dó féllu þeir í sama farið og hegðuðu sér verr en feður þeirra. Þeir tilbáðu aðra guði, þjónuðu þeim og féllu fram fyrir þeim.+ Þeir létu ekki af hátterni sínu og þrjósku. 20  Að lokum blossaði reiði Jehóva upp gegn Ísrael+ og hann sagði: „Þar sem þessi þjóð hefur rofið sáttmálann+ sem ég sagði forfeðrum hennar að halda og hefur óhlýðnast mér+ 21  ætla ég ekki að hrekja burt frá henni eina einustu af þjóðunum sem Jósúa skildi eftir þegar hann dó.+ 22  Þá reynir á hvort Ísraelsmenn halda sig á vegi Jehóva+ og ganga hann eins og feður þeirra.“ 23  Jehóva lét því þessar þjóðir vera kyrrar í landinu. Hann rak þær ekki burt tafarlaust og gaf þær ekki í hendur Jósúa.

Neðanmáls

Sem þýðir ‚þeir sem gráta‘.
Ljóðræn lýsing á dauðanum.
Eða „tilbáðu Baalana“.
Eða „að stunda vændi með öðrum guðum“.
Eða „iðraðist“.