Esterarbók 9:1–32

  • Sigur Gyðinga (1–19)

  • Púrímhátíðinni komið á (20–32)

9  Á 13. degi 12. mánaðarins, það er adar,*+ átti að framfylgja lagaboði konungs.+ Á þeim degi höfðu óvinir Gyðinga vonast til að yfirbuga þá en hið gagnstæða gerðist og Gyðingar unnu sigur á fjandmönnum sínum.+  Gyðingar söfnuðust saman í borgum sínum í öllum skattlöndum Ahasverusar konungs+ til að berjast gegn þeim sem ætluðu að gera þeim mein. Enginn gat staðist fyrir þeim því að allar þjóðir óttuðust þá.+  Allir höfðingjar skattlandanna, æðstu embættismenn konungs,*+ landstjórarnir og þeir sem sáu um málefni konungs studdu Gyðinga því að þeir báru óttablandna virðingu fyrir Mordekaí.  Mordekaí var orðinn voldugur+ í húsi* konungs og orðstír hans barst um öll skattlöndin þar sem hann varð sífellt valdameiri.  Gyðingar felldu alla óvini sína með sverði og eyddu þeim. Þeir fóru eins og þeir vildu með þá sem hötuðu þá.+  Í virkisborginni* Súsa+ drápu Gyðingar og eyddu 500 mönnum.  Þeir drápu líka Parsandata, Dalfón, Aspata,  Pórata, Adalja, Arídata,  Parmasta, Arísaí, Arídaí og Vajsata, 10  tíu syni Hamans Hamdatasonar, óvinar Gyðinga.+ En þeir tóku engan ránsfeng frá þeim.+ 11  Sama dag var konungi skýrt frá hversu margir höfðu verið drepnir í virkisborginni* Súsa. 12  Konungur sagði við Ester drottningu: „Í virkisborginni* Súsa hafa Gyðingar drepið og eytt 500 mönnum ásamt tíu sonum Hamans. Hvað skyldu þeir þá hafa gert annars staðar í skattlöndum konungs?+ Hvers óskarðu nú? Þú færð það. Hvað fleira viltu biðja mig um? Þú færð ósk þína uppfyllta.“ 13  Ester svaraði: „Ef konungi hugnast+ framlengdu þá lög dagsins í dag til morguns+ svo að Gyðingar í Súsa geti haldið áfram að verjast. Og láttu hengja tíu syni Hamans á staur.“+ 14  Konungur skipaði þá að það skyldi gert. Lög voru gefin út í Súsa og lík sona Hamans voru hengd á staur. 15  Gyðingar í Súsa söfnuðust aftur saman á 14. degi adarmánaðar+ og drápu 300 menn í Súsa en þeir tóku engan ránsfeng. 16  Aðrir Gyðingar í skattlöndum konungs höfðu líka safnast saman til að verjast.+ Þeir ruddu óvinum sínum úr vegi+ og drápu 75.000 hatursmenn sína en tóku engan ránsfeng. 17  Þetta gerðist á 13. degi mánaðarins adar. Á 14. degi hvíldust þeir og gerðu hann að hátíðar- og fagnaðardegi. 18  Gyðingar í Súsa söfnuðust saman bæði 13.+ og 14. daginn+ en þeir hvíldust 15. daginn og gerðu hann að hátíðar- og fagnaðardegi. 19  En Gyðingar í öðrum borgum gerðu 14. adar að fagnaðar- og veisludegi, að hátíðardegi+ og degi til að senda hver öðrum matargjafir.+ 20  Mordekaí+ skrásetti þessa atburði og sendi opinber bréf til Gyðinga í öllum skattlöndum Ahasverusar konungs, bæði nær og fjær. 21  Hann sagði þeim að halda 14. dag adarmánaðar hátíðlegan og sömuleiðis 15. daginn ár hvert 22  því að þá fengu Gyðingar frið fyrir óvinum sínum. Í þeim mánuði breyttist sorg þeirra í gleði og harmur+ þeirra í hátíð. Þeir áttu að halda upp á dagana með veislum og fögnuði og senda matargjafir hver til annars og gjafir til fátækra. 23  Gyðingar fylgdu leiðbeiningunum í bréfi Mordekaí og gerðu þessi hátíðarhöld að árlegum viðburði. 24  Haman,+ sonur Hamdata Agagíta,+ óvinur allra Gyðinga, hafði lagt á ráðin um að útrýma Gyðingum.+ Hann hafði varpað púr,+ það er hlutkesti, til að valda skelfingu meðal þeirra og útrýma þeim. 25  En þegar Ester gekk fyrir konung gaf hann þessi skriflegu fyrirmæli:+ „Ill áform Hamans gegn Gyðingum+ komi honum sjálfum í koll.“ Og hann og synir hans voru hengdir á staur.+ 26  Þar af leiðandi voru dagarnir nefndir púrím eftir orðinu púr.*+ Vegna þess sem stóð í bréfinu og þess sem Gyðingar höfðu séð og orðið fyrir 27  skuldbundu þeir sig, afkomendur sína og alla sem sameinuðust þeim+ til að halda þessa tvo daga hátíðlega. Þeir hétu að fylgja fyrirmælunum skilyrðislaust á tilsettum tíma á hverju ári. 28  Menn skyldu minnast þessara daga og halda þá hátíðlega kynslóð eftir kynslóð í hverri ætt og í hverju skattlandi og hverri borg. Gyðingar áttu aldrei að gleyma púrímdögunum og afkomendur þeirra skyldu aldrei hætta að halda þá hátíðlega. 29  Síðar beittu Ester drottning, dóttir Abíhaíls, og Mordekaí Gyðingur valdi sínu og skrifuðu annað bréf til að staðfesta púrímhátíðina. 30  Þetta opinbera bréf var sent til allra Gyðinga í skattlöndunum 127+ í ríki Ahasverusar+ með friðar- og sannleiksorðum. 31  Bréfið staðfesti að halda skyldi púrímdagana hátíðlega á tilsettum tíma með föstu+ og bænahaldi+ eins og Mordekaí Gyðingur og Ester drottning höfðu gefið fyrirmæli um+ og Gyðingar höfðu skuldbundið sig og afkomendur sína til að gera.+ 32  Skipun Esterar staðfesti ákvæðin um púrím+ og hún var skráð í bók.

Neðanmáls

Eða „satraparnir“. Sjá orðaskýringar.
Eða „höll“.
Eða „höllinni“.
Eða „höllinni“.
Eða „höllinni“.
Púr merkir ‚hlutur‘. Hátíðin sem Gyðingar halda í 12. mánuðinum samkvæmt trúaralmanaki sínu dregur nafn sitt af fleirtölumyndinni púrím. Sjá viðauka B15.