Jeremía 28:1–17

  • Viðureign Jeremía og falsspámannsins Hananja (1–17)

28  Þetta sama ár, í upphafi stjórnar Sedekía+ Júdakonungs, í fimmta mánuði fjórða ársins, kom Hananja Assúrsson, spámaður frá Gíbeon,+ að máli við mig í húsi Jehóva og sagði við mig í viðurvist prestanna og alls fólksins:  „Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Ég brýt ok Babýlonarkonungs.+  Áður en tvö ár eru liðin flyt ég hingað aftur öll áhöldin úr húsi Jehóva sem Nebúkadnesar Babýlonarkonungur tók héðan og flutti til Babýlonar.‘+  ‚Ég flyt líka Jekonja+ Jójakímsson+ Júdakonung aftur hingað og alla útlagana frá Júda sem eru farnir til Babýlonar,‘+ segir Jehóva, ‚því að ég brýt ok Babýlonarkonungs.‘“  Jeremía spámaður svaraði Hananja spámanni í viðurvist prestanna og alls fólksins sem stóð í húsi Jehóva.  Jeremía spámaður sagði: „Amen!* Vonandi gerir Jehóva þetta. Jehóva láti spádóm þinn rætast og flytji áhöldin úr húsi Jehóva og alla útlagana aftur hingað frá Babýlon.  En hlustaðu nú á það sem ég segi þér og öllu fólkinu.  Spámennirnir sem voru uppi endur fyrir löngu, á undan mér og undan þér, spáðu mörgum löndum og voldugum ríkjum stríði, ógæfu og drepsótt.*  Ef spámaður spáir friði og orð hans rætast, þá er ljóst að Jehóva sendi þann spámann.“ 10  Þá tók Hananja spámaður okið af hálsi Jeremía spámanns og braut það.+ 11  Síðan sagði Hananja í viðurvist alls fólksins: „Jehóva segir: ‚Þannig brýt ég ok Nebúkadnesars Babýlonarkonungs af hálsi allra þjóðanna áður en tvö ár eru liðin.‘“+ En Jeremía spámaður fór leiðar sinnar. 12  Eftir að Hananja spámaður hafði brotið okið af hálsi Jeremía spámanns kom orð Jehóva til Jeremía: 13  „Farðu og segðu við Hananja: ‚Jehóva segir: „Þú braust ok úr viði+ en í staðinn skaltu gera ok úr járni,“ 14  því að Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: „Ég legg járnok á háls allra þessara þjóða svo að þær þjóni Nebúkadnesari Babýlonarkonungi. Já, þær verða að þjóna honum.+ Ég gef honum jafnvel villt dýr merkurinnar.“‘“+ 15  Jeremía spámaður sagði þá við Hananja+ spámann: „Hlustaðu nú, Hananja! Jehóva hefur ekki sent þig. Þú hefur villt um fyrir þessu fólki svo að það treystir á lygar.+ 16  Þess vegna segir Jehóva: ‚Ég afmái þig af yfirborði jarðar. Þú deyrð á þessu ári því að þú hefur hvatt til uppreisnar gegn Jehóva.‘“+ 17  Hananja spámaður dó á því ári, í sjöunda mánuðinum.

Neðanmáls

Eða „Verði svo!“
Eða „sjúkdómi“.