Jeremía 35:1–19
-
Fordæmi Rekabíta um hlýðni (1–19)
35 Orðið sem kom til Jeremía frá Jehóva á dögum Jójakíms+ Jósíasonar Júdakonungs:
2 „Farðu til Rekabítanna,+ talaðu við þá og farðu með þá inn í hús Jehóva, inn í einn af matsölunum.* Bjóddu þeim síðan vín að drekka.“
3 Þá sótti ég Jaasanja, son Jeremía Habasinjasonar, bræður hans, alla syni hans og alla ætt Rekabíta
4 og fór með þá inn í hús Jehóva, inn í matsal sona Hanans Jigdaljasonar, manns hins sanna Guðs. Salurinn var við hliðina á matsal höfðingjanna sem var fyrir ofan matsal Maaseja, sonar Sallúms hliðvarðar.
5 Síðan setti ég bikara og krúsir fullar af víni fyrir framan mennina af ætt Rekabíta og sagði við þá: „Drekkið vín.“
6 En þeir sögðu: „Við drekkum ekki vín því að Jónadab+ Rekabsson forfaðir okkar gaf okkur þessa fyrirskipun: ‚Þið megið aldrei drekka vín, hvorki þið né synir ykkar.
7 Og þið megið hvorki byggja hús né sá korni og hvorki gróðursetja né eignast víngarð heldur skuluð þið alltaf búa í tjöldum svo að þið lifið lengi í landinu þar sem þið búið sem aðkomumenn.‘
8 Við hlýðum enn öllu sem Jónadab, sonur Rekabs forföður okkar, skipaði okkur. Við drekkum aldrei vín – hvorki við, eiginkonur okkar, synir né dætur.
9 Við byggjum ekki heldur hús til að búa í og eigum ekki víngarða, akra né sáðkorn.
10 Við búum í tjöldum og hlýðum í einu og öllu því sem Jónadab forfaðir okkar skipaði okkur.
11 En þegar Nebúkadnesar* Babýlonarkonungur réðst inn í landið+ sögðum við: ‚Komið, við skulum fara inn í Jerúsalem til að komast undan her Kaldea og Sýrlendinga,‘ og þess vegna búum við nú í Jerúsalem.“
12 Orð Jehóva kom til Jeremía:
13 „Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Farðu og segðu við Júdamenn og Jerúsalembúa: „Voruð þið ekki ítrekað hvattir til að hlýða orðum mínum?“+ segir Jehóva.
14 „Jónadab Rekabsson fyrirskipaði afkomendum sínum að halda sig frá víni og þeir hafa fylgt orðum hans með því að drekka ekki vín fram á þennan dag. Þannig hafa þeir hlýtt skipun forföður síns.+ En þið hafið ekki hlýtt mér þó að ég hafi talað til ykkar hvað eftir annað.*+
15 Ég sendi til ykkar alla þjóna mína, spámennina. Ég sendi þá hvað eftir annað*+ til að segja: ‚Snúið af ykkar illu braut+ og gerið það sem er rétt! Eltið ekki aðra guði og þjónið þeim ekki. Þá fáið þið að búa áfram í landinu sem ég gaf ykkur og forfeðrum ykkar.‘+ En þið hlustuðuð ekki og gáfuð mér engan gaum.
16 Afkomendur Jónadabs Rekabssonar hafa fylgt skipun forföður síns+ en þetta fólk hefur ekki hlustað á mig.“‘“
17 „Þess vegna segir Jehóva, Guð hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Ég leiði yfir Júda og alla íbúa Jerúsalem allar þær hörmungar sem ég hef varað þá við.+ Ég talaði til þeirra en þeir hlustuðu ekki, ég hrópaði til þeirra en þeir svöruðu ekki.‘“+
18 En Jeremía sagði við Rekabítana: „Þetta segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels: ‚Þið hafið hlýtt skipun Jónadabs forföður ykkar og þið fylgið enn öllum fyrirmælum hans og farið eftir öllu sem hann lagði fyrir ykkur.
19 Þess vegna segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels: „Einhver af afkomendum Jónadabs Rekabssonar mun alltaf þjóna frammi fyrir mér.“‘“
Neðanmáls
^ Eða „eitt af herbergjunum“.
^ Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.
^ Orðrétt „risið upp snemma og talað“.
^ Orðrétt „reis upp snemma og sendi þá“.