Jeremía 4:1–31

  • Iðrun leiðir til blessunar (1–4)

  • Hörmungar koma úr norðri (5–18)

  • Jeremía angistarfullur yfir aðsteðjandi ógæfu (19–31)

4  „Ef þú snýrð aftur, Ísrael,“ segir Jehóva,„ef þú snýrð aftur til mínog fjarlægir þín viðbjóðslegu skurðgoð úr augsýn minniþá þarftu ekki að vera á flækingi.+   Og ef þú sverð í sannleika, réttvísi og réttlæti: ‚Svo sannarlega sem Jehóva lifir,‘þá hljóta þjóðirnar blessun hansog hreykja sér af honum.“+  Jehóva segir við Júdamenn og Jerúsalembúa: „Plægið land til ræktunarog hættið að sá meðal þyrna.+   Umskerið ykkur fyrir Jehóvaog fjarlægið forhúð hjartna ykkar,+þið Júdamenn og Jerúsalembúar. Annars blossar heift mín upp eins og eldurvegna illskuverka ykkarog brennur eins og bál sem enginn getur slökkt.“+   Tilkynnið þetta í Júda og boðið það í Jerúsalem,hrópið og blásið í horn um allt landið,+hrópið hátt og segið: „Safnist saman! Flýjum inn í víggirtu borgirnar.+   Reisið merki* sem vísar veginn til Síonar. Leitið skjóls, standið ekki kyrr,“því að ég læt hörmungar koma úr norðri,+ mikla ógæfu.   Hann er stiginn fram eins og ljón úr kjarri sínu,+sá sem tortímir þjóðum er lagður af stað.+ Hann er farinn að heiman til að gera land þitt að hryllilegri auðn. Borgir þínar verða rústir einar, enginn mun búa þar.+   Klæðist því hærusekk,+syrgið* og kveiniðþví að brennandi reiði Jehóva er ekki horfin frá okkur.   „Á þeim degi,“ segir Jehóva, „missir konungurinn kjarkinn+og höfðingjarnir sömuleiðis. Prestarnir verða skelfingu lostnir og spámennirnir agndofa.“+ 10  Þá sagði ég: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva! Þú hefur algerlega blekkt þetta fólk+ og Jerúsalem. Þú sagðir: ‚Þið munuð njóta friðar,‘+ þótt sverðið væri reitt að hálsi okkar.“ 11  Á þeim tíma verður sagt við þetta fólk og Jerúsalem: „Brennheitur vindur frá gróðurlausum hæðum eyðimerkurinnarmun skella á dótturinni,* þjóð minni. Þetta er ekki vindur til að vinsa korn eða hreinsa. 12  Vindurinn kemur af öllu afli samkvæmt skipun minni. Nú kveð ég upp dóm yfir þeim. 13  Óvinurinn kemur eins og regnskýog vagnar hans eru eins og stormur.+ Hestar hans eru skjótari en ernir.+ Aumingja við! Það er úti um okkur! 14  Hreinsaðu illskuna úr hjarta þínu, Jerúsalem, svo að þú bjargist.+ Hversu lengi ætlarðu að ganga með illar hugsanir? 15  Rödd flytur fréttirnar frá Dan+og boðar hörmungar frá Efraímsfjöllum. 16  Segið þjóðunum frá þessu,boðið Jerúsalem þetta.“ „Njósnarar* koma frá fjarlægu landiog reka upp heróp gegn borgum Júda. 17  Þeir umkringja hana eins og verðir sem vakta akur+því að hún hefur gert uppreisn gegn mér,“+ segir Jehóva. 18  „Hegðun þín og verk koma þér í koll.+ Ógæfa þín er skelfilegþví að mótþrói þinn hefur fest rætur í hjartanu.“ 19  Ég er þjáður,* ég er þjáður! Sársauki nístir hjarta mitt. Hjartað hamast í brjósti mér. Ég get ekki þagaðþví að ég hef heyrt hornaþytinn,herblásturinn.*+ 20  Fréttir berast af hörmungum á hörmungar ofanþví að allt landið hefur verið lagt í rúst. Tjöldum mínum verður eytt skyndilega,tjalddúkum mínum á augabragði.+ 21  Hversu lengi þarf ég að horfa á merkið,*heyra hornaþytinn?+ 22  „Þjóð mín er heimsk+og kærir sig ekkert um mig. Þeir eru heimskir synir og skilja ekki neitt. Þeir eru nógu klókir til að gera illten kunna ekki að gera gott.“ 23  Ég leit yfir landið og það var autt og tómt.+ Ég horfði til himins og þar var ekkert ljós.+ 24  Ég leit á fjöllin og þau nötruðu,hæðirnar skulfu.+ 25  Ég leit í kringum mig og engan mann var að sjá,fuglar himins voru allir flúnir.+ 26  Ég sá að aldingarðurinn var orðinn að óbyggðumog borgirnar höfðu allar verið lagðar í rúst.+ Það var Jehóva sem olli þessu,brennandi reiði hans. 27  Jehóva segir: „Allt landið verður lagt í eyði+en ég mun ekki gereyða það. 28  Þess vegna mun landið syrgja+og himinninn myrkvast.+ Ég hef talað, ég hef ákveðið það,ég mun ekki skipta um skoðun* né hætta við það.+ 29  Við hávaðann frá riddurunum og bogaskyttunumflýr öll borgin.+ Menn skríða inn í kjarriðog klifra upp í klettana.+ Allar borgirnar standa auðarog enginn maður býr í þeim.“ 30  Hvað ætlarðu að gera nú þegar þú hefur verið svipt öllu? Þú varst vön að klæðast skarlati,skreyta þig með skartgripum úr gulliog nota svartan farða* til að augun virtust stærri. En það var til einskis að þú gerðir þig fallega+því að þeir sem girntust þig hafa hafnað þér,þeir vilja drepa þig.+ 31  Ég heyri hljóð eins og í sárþjáðri konu,stunur eins og í konu sem er að fæða sitt fyrsta barn. Þetta er dóttirin Síon sem berst við að ná andanum. Hún fórnar höndum+ og segir: „Það er úti um mig, morðingjarnir hafa gert mig örmagna!“

Neðanmáls

Eða „merkisstöng“.
Eða „berjið ykkur á brjóst“.
Ljóðræn persónugerving, hugsanlega til að tjá vorkunn eða samúð.
Orðrétt „Varðmenn“, það er, menn sem fylgdust með borginni til að ákvarða hvenær gera skyldi árás.
Orðrétt „Innyfli mín“.
Eða hugsanl. „herópið“.
Eða „merkisstöngina“.
Eða „iðrast“.
Eða „augnskugga“.