Jobsbók 14:1–22
14 Maður, fæddur af konu,lifir stutta ævi,+ fulla af áhyggjum.*+
2 Hann sprettur eins og blóm sem visnar síðan,*+hann flýr eins og skuggi og hverfur.+
3 Þú fylgist samt með honumog dregur hann* fyrir dóm þinn.+
4 Getur hreinn komið af óhreinum?+
Nei, ekki einn einasti!
5 Ef dagar mannsins eru ákveðnirer tala mánaða hans í hendi þér.
Þú hefur sett honum mörk sem hann kemst ekki yfir.+
6 Snúðu augum þínum frá honum svo að hann fái hvíldþar til hann lýkur vinnudegi sínum+ eins og daglaunamaður.
7 Jafnvel tréð á sér von.
Það vex á ný ef það er höggviðog sprotar þess vaxa áfram.
8 Þótt rótin eldist í jörðinniog stubburinn deyi í moldinni
9 vex það á ný við ilminn af vatniog ber greinar eins og ný planta.
10 En maðurinn deyr og kraftur hans þverr.
Hvað verður um manneskjuna þegar hún gefur upp andann?+
11 Vatnið hverfur úr hafinuog áin rénar og þornar upp.
12 Eins leggst maðurinn og stendur ekki upp aftur.+
Hann vaknar ekki meðan himinninn er tilné verður hann vakinn af svefni sínum.+
13 Bara að þú vildir geyma mig í gröfinni,*+fela mig þangað til þér rynni reiðin,setja mér tímamörk og muna eftir mér.+
14 Þegar maðurinn deyr, getur hann þá lifað aftur?+
Ég skal bíða meðan nauðungarvinnan varir,þar til ég verð leystur.+
15 Þú munt kalla og ég svara þér.+
Þú þráir að sjá verk handa þinna.
16 En núna telurðu öll skref mín,þú leitar aðeins að syndum mínum.
17 Afbrot mín eru innsigluð í pokaog þú lokar misgerðir mínar inni með lími.
18 Eins og fjall hrynur og molnarog klettur færist úr stað,
19 eins og vatn holar steinog úrhelli skolar burt jarðvegi,þannig gerir þú von dauðlegs manns að engu.
20 Þú yfirbugar hann og hann deyr,+þú breytir útliti hans og sendir hann burt.
21 Synir hans hljóta upphefð en hann veit ekki af því,þeir eru lítils metnir en hann verður þess ekki var.+
22 Hann finnur bara til meðan hann lifir,hann syrgir aðeins meðan hann er enn á lífi.“
Neðanmáls
^ Eða „og mettast óróleika“.
^ Eða hugsanl. „sem er síðan skorið af“.
^ Orðrétt „mig“.
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.