Jobsbók 19:1–29

  • Svar Jobs (1–29)

    • Vísar ásökunum „vina“ sinna á bug (1–6)

    • Segist vera yfirgefinn (13–19)

    • „Frelsari minn lifir“ (25)

19  Job svaraði:   „Hversu lengi ætlið þið að gera mér lífið leitt,+brjóta mig niður með orðum?+   Tíu sinnum hafið þið ávítað* mig,þið skammist ykkar ekki fyrir að beita mig hörku.+   Ef mér hefur í alvöru orðið eitthvað ávarðar það mig einan.   Ef ykkur finnst þið virkilega vera betri en égog að ásakanir ykkar séu réttmætar   þá skuluð þið vita að Guð hefur villt um fyrir mérog fangað mig í net sitt.   Ég hrópa: ‚Ofbeldi!‘ en fæ ekkert svar,+ég kalla á hjálp en nýt ekki réttlætis.+   Hann hefur lokað leið minni með múrvegg og ég kemst ekki fram hjá. Hann hefur hjúpað vegi mína myrkri.+   Hann hefur svipt mig reisn minniog tekið kórónuna af höfði mér. 10  Hann brýtur mig niður á allar hliðar þar til ég læt lífið,hann upprætir von mína eins og tré. 11  Reiði hans blossar gegn mérog hann lítur á mig sem óvin.+ 12  Hersveitir hans safnast saman og umkringja mig,þær slá upp búðum í kringum tjald mitt. 13  Hann hefur hrakið bræður mína langt frá mérog þeir sem þekkja mig hafa snúið baki við mér.+ 14  Mínir nánustu* eru farnirog vinir mínir hafa gleymt mér.+ 15  Gestir mínir+ og ambáttir kannast ekki við mig,ég er útlendingur í augum þeirra. 16  Ég kalla á þjón minn en hann svarar ekki,ég sárbæni hann að sýna mér samúð. 17  Konunni minni býður við andardrætti mínum+og bræður mínir finna óþefinn af mér. 18  Jafnvel börn fyrirlíta mig,þau hæðast að mér þegar ég stend á fætur. 19  Allir nánir vinir mínir hafa óbeit á mér+og þeir sem ég elskaði hafa snúist gegn mér.+ 20  Beinin límast við húð mína og hold+og ég held lífi með naumindum.* 21  Sýnið mér miskunn, vinir mínir, sýnið mér miskunnþví að hönd Guðs hefur snert mig.+ 22  Hvers vegna ofsækið þið mig eins og Guð+og ráðist á mig í sífellu?*+ 23  Ég vildi að orð mín væru skrifuð niður,bara að þau væru skráð í bók! 24  Ég vildi að þau væru meitluð í stein að eilífumeð járnmeitli og fyllt blýi. 25  Ég veit að frelsari minn*+ lifir,að lokum kemur hann fram á jörðinni. 26  Eftir að húðin er horfinen meðan ég er enn á lífi mun ég sjá Guð. 27  Ég mun sjá hann sjálfur,sjá hann með eigin augum en ekki annarra.+ En innst inni er ég úrvinda!* 28  Þið segið: ‚Hvernig ofsækjum við hann?‘+ eins og rót vandans sé hjá sjálfum mér. 29  Þið ættuð sjálfir að óttast sverðið+því að sverðið refsar þeim sem syndgar. Þið skuluð vita að til er dómari.“+

Neðanmáls

Eða „smánað“.
Eða „Ættingjar mínir“.
Orðrétt „ég kemst undan með húð tanna minna“.
Orðrétt „og verðið ekki saddir af holdi mínu“.
Eða „sá sem kaupir mig lausan“.
Eða „Nýrun hafa brugðist innra með mér“.