Jobsbók 35:1–16

  • Elíhú bendir á að Job hugsi ekki rökrétt (1–16)

    • Job sagðist vera réttlátari en Guð (2)

    • Syndir manna gera Guði ekki mein (5, 6)

    • Job ætti að bíða eftir Guði (14)

35  Elíhú hélt áfram:   „Ertu svo sannfærður um að þú hafir rétt fyrir þér að þú segir: ‚Ég er réttlátari en Guð‘?+   Þú segir: ‚Hvaða máli skiptir það þig?* Er ég betur settur nú en ef ég hefði syndgað?‘+   Ég skal svara þérog kunningjum þínum.+   Horfðu til himins og sjáðu,virtu fyrir þér skýin+ sem eru hátt fyrir ofan þig.   Hvernig gerirðu Guði mein ef þú syndgar?+ Hvað gerirðu honum ef þú gerir margt af þér?+   Hvað gefurðu honum ef þú ert réttlátur? Hvað fær hann þá frá þér?+   Illska þín hefur bara áhrif á menn eins og þigog réttlæti þitt á syni mannanna.   Fólk hrópar á hjálp þegar það er kúgað,það kallar eftir frelsi undan oki* voldugra manna.+ 10  En enginn segir: ‚Hvar er Guð, minn mikli skapari,+sá sem lætur menn syngja lofsöngva um nætur?‘+ 11  Hann fræðir okkur+ meira en dýr merkurinnar+og gerir okkur vitrari en fugla himins. 12  Fólk hrópar en hann svarar ekki+vegna hroka hinna vondu.+ 13  Nei, Guð hlustar ekki á innantóm orð,*+Hinn almáttugi gefur þeim engan gaum. 14  Af hverju skyldi hann þá hlusta á þig þegar þú segist ekki sjá hann?+ Mál þitt er lagt fyrir hann svo að þú skalt bíða eftir honum.+ 15  Hann hefur ekki krafið þig svars í reiðiné veitt vanhugsuðum orðum þínum athygli.+ 16  Job opnar munninn til einskisog heldur langar ræður af vanþekkingu.“+

Neðanmáls

Líklega er átt við Guð.
Orðrétt „hendi“.
Eða „á lygi“.