Prédikarinn 3:1–22
3 Öllu er afmörkuð stund.
Allt sem gerist undir himninum hefur sinn tíma:
2 Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma,að gróðursetja hefur sinn tíma og að uppræta hið gróðursetta hefur sinn tíma,
3 að drepa hefur sinn tíma og að lækna hefur sinn tíma,að rífa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefur sinn tíma,
4 að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma,að syrgja hefur sinn tíma og að dansa* hefur sinn tíma,
5 að kasta steinum hefur sinn tíma og að safna saman steinum hefur sinn tíma,að faðma hefur sinn tíma og að forðast faðmlög hefur sinn tíma,
6 að leita hefur sinn tíma og að hætta að leita hefur sinn tíma,að geyma hefur sinn tíma og að henda hefur sinn tíma,
7 að rífa sundur+ hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma,að þegja+ hefur sinn tíma og að tala+ hefur sinn tíma,
8 að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma,+stríð hefur sinn tíma og friður hefur sinn tíma.
9 Hvaða gagn hefur verkamaðurinn af öllu striti sínu?+
10 Ég hef séð þau störf sem Guð hefur gefið mönnunum til að halda þeim uppteknum.
11 Hann hefur skapað allt fagurt* á réttum tíma.+ Hann hefur jafnvel lagt eilífðina í hjörtu mannanna en samt munu þeir aldrei skilja verk hins sanna Guðs frá upphafi til enda.
12 Ég hef komist að raun um að ekkert er betra fyrir þá en að gleðjast og gera gott meðan þeir lifa.+
13 Að borða, drekka og njóta erfiðis síns, það er gjöf Guðs.+
14 Ég hef komist að því að allt sem hinn sanni Guð gerir stendur að eilífu. Við það er engu að bæta og af því verður ekkert tekið. Hinn sanni Guð hefur gert það þannig til að fólk beri lotningu fyrir honum.+
15 Það sem gerist hefur gerst áður og það sem verður er þegar orðið+ en hinn sanni Guð kemur því til leiðar* sem menn hafa sóst eftir.*
16 Ég hef líka séð þetta undir sólinni: Þar sem átti að vera réttvísi var illska og þar sem átti að vera réttlæti var illska.+
17 Ég sagði við sjálfan mig: „Hinn sanni Guð dæmir bæði réttláta og illa+ því að öll verk og allt sem gerist hefur sinn tíma.“
18 Ég hugsaði líka með mér að hinn sanni Guð reyni mennina og sýni þeim að þeir séu eins og dýrin
19 því að það fer eins fyrir mönnunum og dýrunum, endirinn er sá sami hjá þeim öllum.+ Eins og dýrið deyr, þannig deyr maðurinn og allt hefur sama andann.+ Maðurinn hefur enga yfirburði yfir dýrin því að allt er tilgangslaust.
20 Allt fer sömu leiðina.+ Allt er gert úr mold+ og allt snýr aftur til moldarinnar.+
21 Hver veit hvort andi mannanna fer upp og hvort andi dýranna fer niður til jarðarinnar?+
22 Ég sá að ekkert er betra fyrir manninn en að njóta vinnu sinnar.+ Það eru laun* hans því að hver getur gert honum kleift að sjá það sem gerist eftir að hann er dáinn?+
Neðanmáls
^ Orðrétt „hoppa; hlaupa um“.
^ Eða „skapað allt þannig að það er vel skipulagt; skapað allt hentuglega“.
^ Eða „leitar þess“.
^ Eða hugsanl. „hinn sanni Guð leitar þess sem er horfið“.
^ Eða „er hlutdeild“.