Sálmur 130:1–8

  • „Úr djúpinu kalla ég til þín“

    • ‚Ef þú gæfir gætur að syndum‘ (3)

    • Hjá Jehóva er sönn fyrirgefning (4)

    • „Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu“ (6)

Uppgönguljóð. 130  Úr djúpinu kalla ég til þín, Jehóva.+   Jehóva, hlustaðu á mig,heyrðu innilega bæn mína um hjálp.   Ef þú, Jah,* gæfir gætur að syndum,*Jehóva, hver gæti þá staðist?+   En hjá þér er sönn fyrirgefning,+þess vegna bera menn lotningu fyrir þér.*+   Ég vona á Jehóva, allt sem í mér er vonar á hann,ég bíð eftir orði hans.   Ég bíð Jehóva með eftirvæntingu,+meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni,+já, meiri en varðmenn sem bíða eftir morgni.   Ísrael bíði eftir Jehóvaþví að kærleikur Jehóva er tryggur+og máttur hans til að endurleysa mikill.   Hann leysir Ísraelsmenn frá öllum syndum þeirra.

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „teldir syndir“.
Orðrétt „óttast menn þig“.