Sálmur 135:1–21

  • Lofið Jah því að hann er mikill

    • Tákn og kraftaverk gegn Egyptalandi (8, 9)

    • „Nafn þitt varir að eilífu“ (13)

    • Lífvana skurðgoð (15–18)

135  Lofið Jah!* Lofið nafn Jehóva,lofið hann, þið sem þjónið Jehóva,+   þið sem standið í húsi Jehóva,í forgörðum húss Guðs okkar.+   Lofið Jah því að Jehóva er góður.+ Syngið nafni hans lof* því að það er yndislegt.   Jah hefur valið sér Jakob,Ísrael sem sérstaka* eign sína.+   Ég veit að Jehóva er mikill,Drottinn okkar er öllum öðrum guðum meiri.+   Jehóva gerir allt sem hann vill+á himni og jörð, í höfunum og öllum djúpum.   Hann lætur ský* stíga upp frá endimörkum jarðar,hann lætur eldingar leiftra í regninu,*hann hleypir vindinum út úr forðabúrum sínum.+   Hann banaði frumburðum Egypta,bæði mönnum og skepnum.+   Hann gerði tákn og kraftaverk í Egyptalandi+gegn faraó og öllum þjónum hans.+ 10  Hann felldi margar þjóðir+og drap volduga konunga+ 11  – Síhon konung Amoríta+og Óg, konung í Basan.+ Hann vann öll ríki í Kanaan. 12  Hann gaf land þeirra sem arf,erfðaland handa þjóð sinni, Ísrael.+ 13  Jehóva, nafn þitt varir að eilífu,Jehóva, frægð þín* varir um allar kynslóðir.+ 14  Já, Jehóva ver fólk sitt*+og finnur til með þjónum sínum.+ 15  Skurðgoð þjóðanna eru silfur og gull,handaverk manna.+ 16  Þau hafa munn en geta ekki talað,+augu en geta ekki séð. 17  Þau hafa eyru en geta ekki heyrt. Enginn andardráttur er í munni þeirra.+ 18  Þeir sem búa þau til verða eins og þau+og sömuleiðis allir sem treysta á þau.+ 19  Ísraelsmenn, lofið Jehóva. Ætt Arons lofi Jehóva. 20  Ætt Leví lofi Jehóva.+ Þið sem óttist Jehóva, lofið Jehóva. 21  Lofaður sé Jehóva frá Síon,+hann sem býr í Jerúsalem.+ Lofið Jah!+

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „Lofið nafn hans með tónlist“.
Eða „dýrmæta“.
Eða „gufu“.
Eða hugsanl. „gerir flóðgáttir fyrir regnið“.
Eða „nafn þitt“.
Eða „flytur mál fólks síns“.