Sálmur 69:1–36
Til tónlistarstjórans. Við „Liljurnar“. Eftir Davíð.
69 Bjargaðu mér, Guð, því að vötnin eru við það að drekkja mér.+
2 Ég er sokkinn í djúpan forarpytt og næ engri fótfestu.+
Ég er kominn í djúpt vatnog sterkur straumurinn hefur borið mig með sér.+
3 Ég er örmagna af að hrópa,+hálsinn er rámur,augun orðin sljó af að bíða eftir Guði mínum.+
4 Þeir sem hata mig að tilefnislausu+eru fleiri en hárin á höfði mínu.
Þeir sem vilja drepa mig,undirförulir óvinir mínir,* eru margir.
Ég neyddist til að skila því sem ég hafði ekki stolið.
5 Guð, þú veist hve heimskulega ég hef farið að ráði mínuog synd mín er þér ekki hulin.
6 Láttu mig ekki leiða skömm yfir þá sem vona á þig,alvaldur Drottinn, Jehóva hersveitanna.
Láttu mig ekki leiða smán yfir þá sem leita þín,þú Guð Ísraels.
7 Ég þoli svívirðingar vegna þín,+skömm hylur andlit mitt.+
8 Ég er orðinn ókunnugur bræðrum mínumog framandi sonum móður minnar.+
9 Ég brenn af ákafa vegna húss þíns+og smánaryrði þeirra sem smána þig hafa lent á mér.+
10 Ég auðmýkti mig með föstu*en var hafður að háði fyrir það.
11 Ég klæddist hærusekken þeir gerðu gys að mér.*
12 Ég er umræðuefni þeirra sem sitja í borgarhliðinuog drykkjurútar syngja níðvísur um mig.
13 En megi bæn mín berast þér, Jehóva,á tíma velvildar þinnar.+
Svaraðu mér, Guð, þú sem ert ríkur að tryggum kærleika,því að hjálp þín er örugg.+
14 Bjargaðu mér upp úr leðjunnisvo að ég sökkvi ekki.
Bjargaðu mér frá þeim sem hata migog úr djúpinu.+
15 Láttu ekki vatnsflauminn hrífa mig burt+né djúpið svelgja migog láttu ekki pyttinn* gleypa mig.+
16 Svaraðu mér, Jehóva, því að kærleikur* þinn er góður.+
Snúðu þér að mér+ því að miskunn þín er mikil.
17 Hyldu ekki auglit þitt fyrir þjóni þínum,+svaraðu mér fljótt því að ég er í mikilli neyð.+
18 Vertu nálægt mér og bjargaðu mér,frelsaðu* mig frá óvinum mínum.
19 Þú veist hvernig þeir hæðast að mér, gera lítið úr mér og niðurlægja mig.+
Þú sérð alla óvini mína.
20 Háðsglósur þeirra hafa kramið hjarta mitt og sárið er ólæknandi.*
Ég vonaðist eftir meðaumkun en fékk enga,+að einhverjir hugguðu mig en fann engan.+
21 Þeir gáfu mér eitur* að borða+og við þorstanum gáfu þeir mér edik að drekka.+
22 Borðhald þeirra verði þeim gildraog velmegun þeirra snara.+
23 Augu þeirra myrkvist svo að þeir sjái ekkiog fætur* þeirra skjálfi stöðugt.
24 Helltu yfir þá gremju* þinniog láttu brennandi reiði þína koma yfir þá.+
25 Búðir þeirra leggist í eyði,enginn skal búa í tjöldum þeirra+
26 því að þeir ofsækja þann sem þú hefur slegiðog staglast á þjáningum þeirra sem þú hefur sært.
27 Bættu sekt við sekt þeirraog láttu þá ekki eiga hlut í réttlæti þínu.
28 Afmáðu þá úr bók lífsins*+svo að þeir verði ekki skráðir með hinum réttlátu.+
29 En ég er þjakaður og þjáður.+
Bjargaðu mér, Guð, og verndaðu mig.
30 Ég vil lofa nafn Guðs í söng,heiðra hann með þakkargjörð.
31 Jehóva mun líka það betur en naut,ungnaut með horn og klaufir.+
32 Hinir auðmjúku sjá það og gleðjast.
Þið sem leitið Guðs, megi hjörtu ykkar lifna við
33 því að Jehóva hlustar á hina fátæku+og fyrirlítur ekki ánauðugt fólk sitt.+
34 Himinn og jörð skulu lofa hann,+höfin og allt sem í þeim hrærist,
35 því að Guð frelsar Síon+og endurreisir borgir Júda.
Fólk hans mun búa þar og eignast landið.
36 Afkomendur þjóna hans munu erfa það+og þeir sem elska nafn hans+ skulu eiga þar heima.
Neðanmáls
^ Eða „þeir sem eru óvinir mínir að ástæðulausu“.
^ Eða hugsanl. „Ég grét og fastaði“.
^ Orðrétt „ég varð þeim að máltæki“.
^ Eða „brunninn“.
^ Eða „tryggur kærleikur“.
^ Orðrétt „leystu“.
^ Eða „og ég er á barmi örvæntingar“.
^ Eða „eiturjurt“.
^ Orðrétt „mjaðmir“.
^ Eða „heift“.
^ Orðrétt „bók lifenda“.