Sálmur 78:1–72

  • Umhyggja Guðs og trúleysi Ísraelsmanna

    • Segjum komandi kynslóð frá (2–8)

    • „Þeir trúðu ekki á Guð“ (22)

    • „Korn af himni“ (24)

    • ‚Þeir hryggðu Hinn heilaga Ísraels‘ (41)

    • Frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins (43–55)

    • ‚Þeir ögruðu Hinum hæsta‘ (56)

Maskíl* eftir Asaf.+ 78  Hlustaðu, þjóð mín, á lög mín,*gefðu gaum að orðum mínum.   Ég tala í málsháttum,legg fram gátur frá liðinni tíð.+   Það sem við höfum heyrt og þekkjum,það sem feður okkar sögðu okkur frá,+   felum við ekki fyrir sonum þeirra. Við segjum komandi kynslóð+frá lofsverðum verkum Jehóva og styrk hans,+þeim undrum sem hann hefur unnið.+   Hann gaf Jakobi ákvæði*og setti lög í Ísrael. Hann sagði forfeðrum okkarað fræða börn sín um þau+   svo að komandi kynslóð,börnin sem voru enn ekki fædd, gæti kynnst þeim+og síðan sagt börnum sínum frá þeim.+   Þá myndu þau treysta Guðiog ekki gleyma verkum hans+heldur halda boðorð hans.+   Þau yrðu ekki eins og forfeður þeirra,þrjósk og uppreisnargjörn kynslóð,+kynslóð með óstöðugt* hjarta+sem var Guði ótrú.   Efraímítar voru vopnaðir bogaen á orrustudeginum hörfuðu þeir. 10  Þeir héldu ekki sáttmála Guðs+og neituðu að fylgja lögum hans.+ 11  Þeir gleymdu því sem hann hafði gert,+kraftaverkunum sem hann lét þá sjá.+ 12  Hann vann máttarverk í augsýn forfeðra þeirra+í Egyptalandi, á Sóansvæðinu.+ 13  Hann klauf hafið og lét þá ganga gegnum það,hann lét sjóinn standa eins og stífluvegg.+ 14  Hann leiddi þá með skýi á daginnog með lýsandi eldi um nætur.+ 15  Hann klauf kletta í óbyggðunumog lét þá drekka nægju sína eins og úr djúpum lindum.+ 16  Hann lét ár spretta úr klettiog vatn streyma eins og fljót.+ 17  En þeir héldu áfram að syndga gegn honumog gera uppreisn gegn Hinum hæsta í eyðimörkinni.+ 18  Þeir ögruðu* Guði í hjarta sér+með því að heimta mat sem þeir girntust. 19  Þeir kvörtuðu við Guð og sögðu: „Getur Guð lagt á borð í óbyggðunum?“+ 20  Hann sló á klettsvo að vatn rann og ár streymdu fram.+ „Getur hann líka gefið okkur brauðeða séð fólki sínu fyrir kjöti?“+ 21  Jehóva reiddist ákaflega þegar hann heyrði þetta.+ Eldur+ gaus upp gegn Jakobiog reiði Guðs blossaði gegn Ísrael+ 22  því að þeir trúðu ekki á Guð+og treystu ekki að hann gæti bjargað þeim. 23  Hann skipaði þá skýjunumog opnaði dyr himins. 24  Hann lét rigna manna þeim til matar,hann gaf þeim korn af himni.+ 25  Menn átu brauð hinna máttugu,*+hann gaf þeim nóg til að seðja þá.+ 26  Hann gaf austanvindinum lausan tauminn á himnumog vakti sunnanvind með krafti sínum.+ 27  Hann lét kjöti rigna yfir þá eins og ryki,fuglum eins og sandi á sjávarströnd. 28  Hann lét þá falla í miðjum búðum sínum,allt í kringum tjöld sín. 29  Þeir átu sér til óbóta,hann gaf þeim það sem þeir girntust.+ 30  En áður en þeim tókst að seðja græðgina,meðan maturinn var enn í munni þeirra, 31  blossaði reiði Guðs upp gegn þeim.+ Hann tók sterkustu menn þeirra af lífi,+felldi unga menn Ísraels. 32  Þrátt fyrir þetta syndguðu þeir áfram+og trúðu ekki á máttarverk hans.+ 33  Hann batt enda á ævidaga þeirra eins og væru þeir aðeins vindgustur,+ár þeirra enduðu með skelfingu. 34  En í hvert sinn sem hann refsaði þeim með dauða sneru þeir aftur til hans.+ Þeir sneru við og leituðu Guðs, 35  minnugir þess að hann var klettur þeirra,+að hinn hæsti Guð var lausnari* þeirra.+ 36  En þeir reyndu að blekkja hann með orðum sínumog lugu að honum með tungunni. 37  Þeir voru honum ekki trúir í hjarta+og héldu ekki sáttmálann við hann.+ 38  En hann var miskunnsamur.+ Hann fyrirgaf* syndir þeirra og tortímdi þeim ekki.+ Oft hélt hann aftur af reiði sinni+og gaf bræðinni ekki lausan tauminn. 39  Hann minntist þess að þeir voru hold,+vindhviða sem líður hjá* og snýr ekki aftur. 40  Hve oft risu þeir ekki gegn honum í óbyggðunum+og særðu hann í eyðimörkinni.+ 41  Þeir reyndu Guð hvað eftir annað+og hryggðu* Hinn heilaga Ísraels. 42  Þeir mundu ekki eftir mætti* hans,deginum sem hann bjargaði þeim undan* óvininum,+ 43  hvernig hann birti tákn sín í Egyptalandi+og kraftaverk sín á Sóansvæðinu. 44  Hann breytti Nílarám í blóð+svo að þeir gátu ekki drukkið úr þeim. 45  Hann sendi broddflugusveim til að tortíma þeim+og froska til að gera út af við þá.+ 46  Hann gaf gráðugum engisprettum uppskeru þeirraog engisprettusveim ávöxt erfiðis þeirra.+ 47  Hann eyddi vínviði þeirraog mórfíkjutrjám með hagli.+ 48  Hann gaf burðardýr þeirra haglinu á vald+og búfé þeirra eldingunum.* 49  Hann lét þá kenna á brennandi reiði sinnimeð bræði, gremju og raunum. Sveitir engla færðu þeim ógæfu. 50  Hann ruddi reiði sinni braut. Hann þyrmdi ekki lífi þeirraheldur gaf þá* drepsóttinni á vald. 51  Að lokum felldi hann alla frumburði Egypta,+frumgróða karlmennsku þeirra í tjöldum Kams. 52  Síðan fór hann með fólk sitt þaðan eins og sauði+og leiddi það eins og hjörð í óbyggðunum. 53  Hann leiddi þá óhultaog þeir óttuðust ekki.+ Hafið huldi óvini þeirra.+ 54  Hann fór með þá til síns heilaga lands,+fjalllendisins sem hann tók með hægri hendi.+ 55  Hann hrakti þjóðirnar undan þeim,+skipti með þeim erfðalandi með mælisnúru.+ Hann lét ættkvíslir Ísraels setjast að á heimilum sínum.+ 56  En þeir héldu áfram að ögra Hinum hæsta* og rísa gegn honum.+ Þeir gáfu ekki gaum að áminningum hans.+ 57  Þeir yfirgáfu hann og voru eins svikulir og forfeður þeirra,+óáreiðanlegir eins og slakur bogi.+ 58  Þeir misbuðu honum með fórnarhæðum sínum+og reittu hann til reiði* með skurðgoðum sínum.+ 59  Guð heyrði það og reiddist,+hann hafnaði Ísrael með öllu. 60  Að lokum yfirgaf hann tjaldbúðina í Síló,+tjaldið þar sem hann hafði búið meðal manna.+ 61  Hann lét tákn máttar síns fara í útlegð,lét dýrð sína í hendur andstæðingsins.+ 62  Hann lét fólk sitt falla fyrir sverði+og reiddist arfleifð sinni ákaflega. 63  Eldur gleypti ungu menninaog enginn söng brúðkaupssöng fyrir meyjar hans.* 64  Prestar hans féllu fyrir sverði+en ekkjur þeirra grétu ekki.+ 65  Þá vaknaði Jehóva eins og af svefni,+eins og hermaður+ vaknar eftir víndrykkju. 66  Hann rak andstæðinga sína á flótta+og gerði þeim varanlega skömm. 67  Hann hafnaði tjaldi Jósefs,valdi ekki ættkvísl Efraíms. 68  En hann valdi ættkvísl Júda,+Síonarfjall sem hann elskar.+ 69  Hann gerði helgidóm sinn eins varanlegan og himininn,*+eins og jörðina sem hann skapaði til að standa að eilífu.+ 70  Hann útvaldi Davíð+ þjón sinnog sótti hann í fjárbyrgin+ 71  þar sem hann gætti ánna.* Hann gerði hann að hirði yfir Jakobi, þjóð sinni,+og yfir Ísrael, arfleifð sinni.+ 72  Hann var hirðir þeirra af einlægu hjarta+og leiddi þá með lipurri hendi.+

Neðanmáls

Eða „fræðslu mína; leiðsögn mína“.
Eða „áminningar“.
Orðrétt „óviðbúið“.
Orðrétt „reyndu“.
Eða „brauð engla“.
Eða „hefnandi“.
Orðrétt „breiddi yfir“.
Eða hugsanl. „að andinn fer burt“.
Eða „særðu“.
Orðrétt „hendi“.
Orðrétt „leysti þá frá“.
Eða hugsanl. „sótthitanum“.
Orðrétt „líf þeirra“.
Orðrétt „reyna Hinn hæsta“.
Eða „vöktu afbrýði hans“.
Orðrétt „og meyjar hans hlutu ekki lof“.
Orðrétt „Hann reisti helgidóm sinn eins og hæðirnar“.
Eða „lambánna“.