Sálmur 8:1–9

  • Dýrð Guðs og göfug staða mannsins

    • „Hversu stórfenglegt er nafn þitt!“ (1, 9)

    • ‚Hvers virði er dauðlegur maður?‘ (4)

    • Maðurinn krýndur heiðri (5)

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Söngljóð eftir Davíð. 8  Jehóva Drottinn okkar, hversu stórfenglegt er nafn þitt um alla jörðina! Dýrð þína hefur þú hafið hátt yfir himininn.*+   Af munni barna og ungbarna+ hefur þú sýnt mátt þinnframmi fyrir andstæðingum þínum,til að þagga niður í óvini þínum og þeim sem leitar hefnda.   Þegar ég horfi til himins, á verk fingra þinna,á tunglið og stjörnurnar sem þú hefur búið til,+   hvað er þá dauðlegur maður að þú minnist hansog mannssonur að þú takir hann að þér?+   Þú gerðir hann ögn lægri englunum*og krýndir hann dýrð og heiðri.   Þú lést hann ríkja yfir verkum handa þinna,+lagðir allt undir fætur hans:   allan fénað og nautgripiog öll villtu dýrin,+   fugla himins og fiska sjávar,allt sem syndir um hafsins veg.   Jehóva Drottinn okkar, hversu stórfenglegt er nafn þitt um alla jörðina!

Neðanmáls

Eða hugsanl. „Dýrð þín er kunngerð yfir himninum“.
Eða „guðlegum verum“.