Amos 5:1–27
5 „Heyrið þetta orð sem ég flyt ykkur sem sorgarljóð, Ísraelsmenn:
2 ‚Meyjan Ísrael er fallinog getur ekki staðið aftur upp.
Hún liggur yfirgefin á eigin landi,enginn reisir hana á fætur.‘
3 Alvaldur Drottinn Jehóva segir:
‚Sú borg sem heldur af stað með þúsund menn mun eiga hundrað eftirog sú sem heldur af stað með hundrað mun eiga tíu eftir. Þannig farnast Ísraelsmönnum.‘+
4 Jehóva segir við Ísraelsmenn:
‚Leitið mín og haldið lífi.+
5 Leitið ekki til Betel,+farið ekki til Gilgal+ eða yfir til Beerseba+því að Gilgal fer í útlegð+og Betel verður að engu.*
6 Leitið Jehóva og haldið lífi+svo að hann blossi ekki upp eins og eldur gegn ætt Jósefs,eldur sem gleypir Betel án þess að nokkur geti slökkt hann.
7 Þið breytið réttlætinu í malurt*og fleygið réttvísinni til jarðar.+
8 Hann sem gerði stjörnumerkin Kíma* og Kesíl,*+hann sem breytir niðamyrkri í morgunbirtu,hann sem gerir daginn að dimmri nótt,+hann sem kallar á vatnið í hafinuog eys því á yfirborð jarðar+– Jehóva er nafn hans.
9 Hann lætur eyðingu steypast yfir hinn sterkaog tortímir víggirtum borgum.
10 Þetta fólk hatar þá sem dæma í borgarhliðinuog hefur andstyggð á þeim sem segja sannleikann.+
11 Þið heimtið landleigu* af hinum fátækaog takið korn hans sem skatt.+
Þess vegna fáið þið ekki að búa í húsunum sem þið byggðuð úr tilhöggnum steini+né drekka vínið úr dýrindis víngörðunum sem þið plöntuðuð.+
12 Ég veit hve marga glæpi* þið hafið framiðog hve syndir ykkar eru miklar:
Þið þjakið hinn réttláta,þiggið mútur*og neitið fátækum um rétt þeirra í borgarhliðinu.+
13 Þess vegna þegja hinir skynsömu á þeim tímaþví að það verða hörmungatímar.+
14 Leitið hins góða en ekki hins illa+svo að þið haldið lífi.+
Þá verður Jehóva, Guð hersveitanna, með ykkureins og þið segið hann vera.+
15 Hatið hið illa og elskið hið góða,+látið réttlætið ríkja í borgarhliðinu.+
Þá má vera að Jehóva, Guð hersveitanna,sýni þeim velvild sem eftir eru af ætt Jósefs.‘+
16 Þess vegna segir Jehóva, Jehóva, Guð hersveitanna:
‚Á hverju torgi verður harmakveinog á hverju stræti verður sagt: „Ó, nei! Ó, nei!“
Bændurnir verða fengnir til að harmaog grátkonurnar til að syrgja.‘
17 ‚Í öllum víngörðum verður harmakvein+því að ég fer um land þitt,‘ segir Jehóva.
18 ‚Illa fer fyrir þeim sem þrá að dagur Jehóva komi!+
Hvernig farnast ykkur á degi Jehóva?+
Það verður myrkur, ekki ljós.+
19 Þið verðið eins og maður sem flýr undan ljóni en mætir birni.
Þegar hann kemst loks heim styður hann hendi sinni við vegginn og er bitinn af slöngu.
20 Vitið þið ekki að dagur Jehóva verður myrkur, ekki bjartur,dimmur og án nokkurs ljóss?
21 Ég hata, ég fyrirlít hátíðir ykkar+og kæri mig ekki um ilminn frá hátíðarsamkomum ykkar.
22 Jafnvel þótt þið færið mér brennifórnir og fórnargjafirhef ég enga ánægju af þeim+og ég lít ekki við samneytisfórnum ykkar af alidýrum.+
23 Hlífið mér við óhljóðunum af söng ykkar,ég vil ekki heyra strengjaleik ykkar.+
24 Réttlætið streymi fram sem vatn+og réttvísin sem sírennandi lækur.
25 Færðuð þið mér sláturfórnir og fórnargjafirþau 40 ár sem þið voruð í óbyggðunum, Ísraelsmenn?+
26 Nú þurfið þið að bera burt Sikkút konung ykkar og Kevan,*líkneskin sem þið hafið gert af stjörnuguði ykkar.
27 Ég sendi ykkur í útlegð lengra en til Damaskus,‘+ segir hann sem ber nafnið Jehóva, Guð hersveitanna.“+
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „verður staður illra máttarvalda“.
^ Eða „beiskju“.
^ Hugsanlega stjörnumerkið Óríon.
^ Hugsanlega Sjöstirnið í stjörnumerkinu Nautinu.
^ Eða „jarðskatt“.
^ Eða „þagnargjald“.
^ Eða „margar uppreisnir“.
^ Báðir þessir guðir tákna ef til vill reikistjörnuna Satúrnus sem var tilbeðin sem guð.