A1
Meginreglur við biblíuþýðingar
Biblían var upphaflega skrifuð á fornhebresku, arameísku og grísku. Hún hefur nú verið þýdd í heild eða að hluta á rúmlega 3.000 tungumál. Fáir sem lesa Biblíuna skilja frummálin og flestir þurfa því að reiða sig á þýðingu. Hvaða meginreglur þarf að hafa í huga þegar Biblían er þýdd og hvernig var farið eftir þeim þegar unnið var að Nýheimsþýðingu Biblíunnar?
Sumir ímynda sér að besta leiðin til að nálgast merkingu frumtextans sé að þýða hann nákvæmlega orð fyrir orð en sú er ekki alltaf raunin. Lítum á nokkrar ástæður fyrir því:
-
Engin tvö tungumál eru með nákvæmlega eins málfræði, orðaforða og setningagerð. Samuel R. Driver, prófessor í hebresku, bendir á að tungumál séu „ekki aðeins ólík hvað varðar málfræði og rætur heldur einnig … hvernig hugmyndir eru mótaðar í málsgreinar“. Þeir sem tala ólík tungumál hugsa ekki eins. Prófessor Driver bætir við: „Þar af leiðandi er setningagerð ólíkra tungumála ólík.“
-
Ekkert nútímamál endurspeglar nákvæmlega orðaforða og málfræði hebreskunnar, arameískunnar og grískunnar sem Biblían var skrifuð á. Væri Biblían þýdd orð fyrir orð er hætt við að textinn yrði óskýr eða myndi jafnvel skila rangri hugmynd.
-
Merking orða og orðasambanda er oft breytileg eftir samhengi.
Í sumum tilvikum er hægt að þýða frumtextann orðrétt en það þarf að gera af mikill varúð.
Eftirfarandi dæmi sýna hvernig orðrétt þýðing gæti misskilist:
-
Í Biblíunni er „svefn“ og „að sofna“ notað bæði um bókstaflegan svefn og dauðasvefn. (Matteus 28:13; Postulasagan 7:60) Þegar þetta orðfæri er notað í samhengi þar sem talað er um dauðann getur biblíuþýðandi talað um að „sofna dauðasvefni“ sem hjálpar lesandanum að skilja hvað átt er við. – Sálmur 76:5, 6; 1. Korintubréf 7:39; 1. Þessaloníkubréf 4:13.
-
Í Efesusbréfinu 4:14 notar Páll postuli orðtak sem má þýða bókstaflega „í teningaspili manna“. Þetta forna myndmál vísar til þess að svindla í teningaspili. Í flestum tungumálum væri þessi orðrétta þýðing merkingarlítil. Merkingin kemst betur til skila með því að tala um „að beita brögðum“.
-
Í Rómverjabréfinu 12:11 er notað grískt orðasamband sem merkir bókstaflega ‚til sjóðandi andans‘. Þetta orðalag skilar ekki tilætlaðri merkingu í íslensku og er þess vegna þýtt „brennandi í andanum“ í þessari biblíuþýðingu.
-
Í sinni frægu fjallræðu notaði Jesús orðalag sem oft er þýtt „sælir eru fátækir í anda“. (Matteus 5:3, Biblían 2010) En í mörgum tungumálum er óljóst hvað þessi orðrétta þýðing merkir. Í sumum tilfellum gæti orðalagið „að vera fátækur í anda“ skilist sem treggáfaður, kjarklítill eða tæpur á geði. Jesús er hins vegar að kenna fólki að hamingja byggist ekki á því að fullnægja efnislegum þörfum sínum heldur að viðurkenna að það þurfi á leiðsögn Guðs að halda. (Lúkas 6:20) Merkingin kemst betur til skila ef textinn er þýddur „þeir sem skynja andlega þörf sína“ eða „þeir sem skilja að þeir þarfnast Guðs“. – Matteus 5:3, neðanmáls.
-
Hebreska orðið sem er þýtt „afbrýði“ eða „öfund“ samsvarar oft merkingu íslensku orðanna sem lýsa reiði yfir því að finnast maður vera svikinn af nánum vini eða sterkri löngun í það sem aðrir eiga. (Orðskviðirnir 6:34; Jesaja 11:13) Hebreska orðið getur hins vegar líka haft jákvæða merkingu. Það getur til dæmis lýst því að Jehóva verndi þjóna sína af „brennandi ákafa“ eða að hann „krefjist óskiptrar hollustu“. (2. Mósebók 34:14; 2. Konungabók 19:31; Esekíel 5:13; Sakaría 8:2) Það getur einnig lýst þeim brennandi ákafa sem trúfastir þjónar Guðs sýna í tilbeiðslunni á honum eða að þeir umberi ekki að nokkur annar guð sé tilbeðinn. – Sálmur 69:9; 119:139; 4. Mósebók 25:11.
-
5. Mósebók 32:27; 2. Samúelsbók 8:3; 1. Konungabók 10:13) Í enskri útgáfu Nýheimsþýðingarinnar er það reyndar þýtt á meira en 40 vegu. Það er einnig þýtt á marga mismunandi vegu í íslensku útgáfunni.
Hebreska orðið sem er yfirleitt notað um mannshöndina hefur fjölbreytta merkingu. Eftir samhengi má til dæmis þýða það „kraftur“, „vald“ eða „örlæti“. (
Það er því ljóst að biblíuþýðingar eru ekki aðeins fólgnar í því að þýða ákveðið frummálsorð alltaf með sama orði á viðtökumálinu. Þýðandi þarf að sýna góða dómgreind þegar hann velur orð á viðtökumálinu til að draga sem best fram merkingu frumtextans. Hann þarf auk þess að raða orðunum saman í samræmi við málfræði og setningafræði viðtökumálsins þannig að textinn verði auðlesinn.
Á hinn bóginn má ekki ganga of langt í að umorða textann. Ef þýðandi umorðar biblíutextann frjálslega eftir eigin skilningi á heildarhugmyndinni er hætta á að merkingin brenglist. Hvernig þá? Honum gæti orðið það á að skjóta inn sínum eigin hugmyndum um merkingu frumtextans eða sleppa mikilvægum atriðum sem koma fram í frumtextanum. Endursögn Biblíunnar getur verið þægileg í lestri en þar sem þýðingin er oft mjög frjálsleg getur afleiðingin orðið sú að boðskapur textans kemst ekki til skila.
Trúarskilningur þýðandans getur auðveldlega litað þýðinguna. Til dæmis segir í Matteusi 7:13: ‚Vegurinn er breiður sem liggur til tortímingar.‘ Óbiblíulegar trúarskoðanir sumra þýðenda hafa ef til vill valdið því að þeir nota orðið „helvíti“ í þessu versi þó að gríska orðið merki einfaldlega ‚tortíming‘.
Biblíuþýðandi þarf einnig að hafa hugfast að Biblían var skrifuð á daglegu máli almennings, svo sem bænda, fjárhirða og fiskimanna. (Nehemíabók 8:8, 12; Postulasagan 4:13) Góð þýðing Biblíunnar gefur því einlægu fólki skýra mynd af boðskap hennar, óháð bakgrunni þess. Það er betra að nota skýrt, almennt og auðskilið mál en orð sem fólk almennt notar sjaldan.
Margir biblíuþýðendur hafa tekið sér það bessaleyfi að fella nafn Guðs, Jehóva, niður í þýðingum sínum þó að nafnið viðauka A4.) Í stað nafnsins hafa margir þýðendur sett inn titil eins og „Drottinn“ og sumir leyna því jafnvel að Guð eigi sér nafn. Í sumum þýðingum er bæn Jesú í Jóhannesi 17:26 orðuð eitthvað á þessa leið: „Ég hef hjálpað þeim að kynnast þér,“ og í Jóhannesi 17:6: „Ég hef opinberað þig þeim sem þú gafst mér.“ Í áreiðanlegri þýðingu gæti bæn Jesú hins vegar hljóðað svo: „Ég hef kunngert þeim nafn þitt,“ og „Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér.“
standi í fornum biblíuhandritum. (SjáÍ formála fyrstu útgáfu Nýheimsþýðingarinnar á ensku segir: „Þetta er ekki endursögn Biblíunnar. Við höfum alls staðar leitast við að þýða eins bókstaflega og kostur er, svo framarlega sem enskt málfar býður upp á það og hugsunin týnist ekki í klaufalegu orðalagi.“ Þýðingarnefnd Nýheimsþýðingarinnar hefur því lagt sig fram um að rata meðalveginn milli þess að nota orð og orðasambönd sem endurspegla frummálin og forðast jafnframt orðalag sem virkar óeðlilegt eða skilar ekki merkingunni. Fyrir vikið er Biblían auðlesin og lesandinn getur treyst að innblásinn boðskapur hennar hafi komist nákvæmlega til skila. – 1. Þessaloníkubréf 2:13.