Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

26. ágúst–1. september

SÁLMUR 78

26. ágúst–1. september

Söngur 97 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Látum ótryggð Ísraels okkur að kenningu verða

(10 mín.)

Ísraelsþjóðin gleymdi kraftaverkum Jehóva. (Sl 78:11, 42; w96-E 1.12. 29, 30)

Ísraelsþjóðin kunni ekki að meta allt það góða sem Jehóva hafði gert fyrir hana. (Sl 78:19; w06 1.9. 25 gr. 16)

Ísraelsþjóðin lærði ekki af mistökum sínum og reyndist oft ótrú. (Sl 78:40, 41, 56, 57; w11-E 1.7. 10 gr. 3, 4)


TIL ÍHUGUNAR: Hvað getur forðað okkur frá því að vera ótrú Jehóva?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 78:24, 25 – Hvers vegna er manna kallað „korn af himni“ og „brauð hinna máttugu“? (w06 1.8. 9 gr. 4)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 5 liður 5)

5. Að hefja samræður

(3 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Notaðu smárit til að hefja samræður. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 5 liður 4)

6. Að hefja samræður

(1 mín.) HÚS ÚR HÚSI. Viðmælandinn biður þig að vera stuttorður. Bjóddu biblíunámskeið. (lmd kafli 2 liður 5)

7. Að hefja samræður

(4 mín.) TRÚIN BOÐUÐ ÓFORMLEGA. Komdu því eðlilega að í samtali að þú sért vottur Jehóva án þess að tala um ákveðin biblíusannindi, bjóddu síðan biblíunámskeið. (lmd kafli 2 liður 4)

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 96

8. Lærðu af fordæmi Filippusar trúboða

(15 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Í Biblíunni má finna mörg fordæmi, bæði góð og slæm. Það kostar tíma og fyrirhöfn að læra af þessum fordæmum. Auk þess að lesa frásögurnar í Biblíunni verðum við að hugleiða hvaða lærdóm við getum dregið af þeim og breyta síðan hegðun okkar í samræmi við það.

Filippus trúboði var þekktur fyrir að ‚hafa sterka trú og vera fullur af heilögum anda‘. (Pos 6:3, 5) Hvað lærum við af fordæmi hans?

Spilaðu MYNDBANDIÐ Lærum af þeim – Filippus trúboði. Spyrðu síðan áheyrendur hvað þeir hafa lært af eftirfarandi:

  • Viðbrögðum Filippusar þegar kringumstæður hans breyttust skyndilega. – Pos 8:1, 4, 5.

  • Þeirri blessun sem Filippus hlaut þegar hann fór þangað sem þörfin var mikil. – Pos 8:6–8, 26–31, 34–40.

  • Þeirri blessun sem Filippus og fjölskylda hans uppskar vegna gestrisni sinnar. – Pos 21:8–10.

  • Þeirri gleði sem fjölskyldan í leikgerðu myndinni uppskar þegar hún fetaði í fótspor Filippusar.

9. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 101 og bæn