Ætti að vera skipting á milli prestastéttar og almennings?
Sjónarmið Biblíunnar
Ætti að vera skipting á milli prestastéttar og almennings?
Prestur, biskup, séra, faðir, heilagi faðir, meistari, rabbíni, hinn heilagi, hinn allra heilagi, hinn háæruverðugi — þetta eru sumir af þeim titlum sem aðgreina presta hinna ýmsu trúarbragða frá almúganum. Skipting milli prestastéttar og almennings er algeng í mörgum trúarbrögðum en er þetta fyrirkomulag frá Guði eða er það samkvæmt hefðum manna? Og það sem skiptir meira máli, hefur svona fyrirkomulag velþóknun Guðs?
„EKKERT er minnst á skiptingu milli prestastéttar og almennings í Nýja testamentinu og engin slík skipting var þegar postularnir voru á lífi,“ skrifaði Cletus Wessels, prófessor í guðfræði. Í Encyclopedia of Christianity segir: „Smám saman kom fram aðgreining á milli prestastéttarinnar, þeirra sem höfðu embætti, og almúgans sem voru allir hinir . . . Litið var niður á ,almenna‘ meðlimi kirkjunnar og talið að þeir vissu ekkert um Guð eða Biblíuna.“ Þessi aðgreining varð áberandi á þriðju öld — meira en tvö hundruð árum eftir að Jesús Kristur var uppi.
Ef þessi skipting í prestastétt og almenning er ekki samkvæmt fyrirmynd postula Jesú né hinna frumkristnu, er þá rangt að gera slíkan greinarmun? Svarið er já samkvæmt Biblíunni. Skoðum nánar af hverju.
,Þér eruð öll bræður og systur‘
Orð Guðs segir okkur að allir kristnir menn séu þjónar Guðs og að enginn sé yfir annan hafinn. (2. Korintubréf 3:5, 6) „Það var ríkjandi viðhorf að hafa ekki stéttaskiptingu“ meðal frumkristinna manna, segir Alexandre Faivre sem skrifar um trúmál. Að hafa enga stéttaskiptingu er í samræmi við orð Jesú til lærisveina sinna: ,Þér eruð öll bræður og systur.‘ — Matteus 23:8.
Þeir sem voru þroskaðir og reyndir í trúnni þjónuðu vissulega sem umsjónarmenn, meðal annars sem hirðar og kennarar. (Postulasagan 20:28) Þeir voru hins vegar ekki á launum eins og prestar. Flestir þeirra voru venjulegir menn, eiginmenn og feður, sem þurftu að vinna fyrir sér og sínum. Þeir urðu ekki hæfir til að verða umsjónarmenn í söfnuðinum með því að sækja sérstaka trúarlega skóla. Nei, þeir urðu að vera iðnir biblíunemendur og rækta með sér þá eiginleika sem Guð krafðist af þeim. Umsjónarmaður þurfti meðal annars að vera „bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari . . . gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn“. Hann átti að vera „maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu“. — 1. Tímóteusarbréf 3:1-7.
Af hverju er viturlegt að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar?
„Farið ekki lengra en ritað er,“ segir í Biblíunni. (1. Korintubréf 4:6) Þegar menn fara ekki eftir leiðbeiningum Guðs skaða þeir því miður samband sitt við hann. Það gerðist einmitt þegar komið var á skiptingu milli prestastéttar og almennings. Hvernig þá? Skoðum eftirfarandi sex atriði.
1. Aðskilin prestastétt gefur til kynna að það þurfi sérstaka köllun til að þjóna Guði. En Biblían segir að allir sannkristnir menn eigi að þjóna honum og lofa nafn hans. (Rómverjabréfið 10:9, 10) Og hvað varðar þjónustu innan safnaðarins þá eru kristnir menn hvattir til að sækjast eftir slíkum verkefnum eins og er til siðs hjá Vottum Jehóva. — 1. Tímóteusarbréf 3:1.
Lúkas 9:48) Í samræmi við þetta auðmjúka viðhorf sagði hann fylgjendum sínu að nota ekki trúarlega titla. — Matteus 23:8-12.
2. Skipting milli prestastéttarinnar og almennra sóknarbarna upphefur prestana eins og hástemmdir trúartitlar þeirra gefa til kynna. Jesús sagði: „Sá sem minnstur er meðal ykkar allra, hann er mestur.“ (3. Launuð prestastétt getur verið þung fjárhagsleg byrði fyrir almenning, sérstaklega ef prestarnir lifa hátt. Aftur á móti sjá sannkristnir umsjónarmenn um eigin fjárhagslegar þarfir með því að vinna fyrir sér og eru þannig góð fyrirmynd fyrir aðra. * — Postulasagan 18:1-3; 20:33, 34; 2. Þessaloníkubréf 3:7-10.
4. Prestar eru oft fjárhagslega háðir öðrum og því er hætta á að þeir þynni út boðskap Biblíunnar til þess að þóknast sóknarbörnunum. Reyndar var sagt fyrir í Biblíunni að einmitt þetta myndi gerast. „Þann tíma mun að bera er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun.“ — 2. Tímóteusarbréf 4:3.
5. Skiptingin í prestastétt og almenning getur ýtt undir að flestir láta prestana um það sem snýr að tilbeiðslu en mæta sjálfir bara í kirkjuna einu sinni í viku. En allir kristnir menn þurfa að huga að sambandi sínu við Jehóva og vera iðnir biblíunemendur. — Matteus 4:4.
6. Þegar almenningur er illa upplýstur um Biblíuna er auðvelt fyrir presta að leiða fólk afvega og jafnvel misnota það. Sagan sýnir vissulega mörg dæmi um slíkt. * — Postulasagan 20:29, 30.
Til þess að fylgja vandlega leiðbeiningum Biblíunnar hafa Vottar Jehóva ekki launaða prestastétt heldur ólaunaða umsjónarmenn og kennara sem eru tilbúnir til að hjálpa fólki Guðs. Hví ekki að sjá þetta með eigin augum og heimsækja ríkissal í næsta nágrenni?
[Neðanmáls]
^ Sumir farandumsjónarmenn á fyrstu öld gátu ,lifað af fagnaðarerindinu‘ vegna gestrisni og framlaga sem þeim voru fúslega látin í té. — 1. Korintubréf 9:14.
^ Til dæmis mætti nefna spænska rannsóknarréttinn, hvernig kirkjan aflétti eða fyrirgaf syndir gegn þóknun og prestar brenndu jafnvel biblíur til þess að koma í veg fyrir að orð Guðs kæmist í hendur sóknarbarna. — Sjá Varðturninn (enska útgáfu) 15. nóvember 2002, bls. 27.
HEFURÐU HUGLEITT?
◼ Hvernig á fólk Guðs að líta á hvert annað? — Matteus 23:8.
◼ Hvaða kröfur eru gerðar til umsjónarmanna í kristna söfnuðinum? — 1. Tímóteusarbréf 3:1-7.
◼ Hvers vegna hefur skipting milli prestastéttar og almennings ekki velþóknun Guðs? — 1. Korintubréf 4:6.
[Innskot á bls. 23]
Jesús var lítillátur ólíkt prestum ýmissa trúarbragða.