Biblían — hvers vegna ættirðu að kynna þér boðskap hennar?
Biblían — hvers vegna ættirðu að kynna þér boðskap hennar?
● Biblían er langútbreiddasta bók í sögu mannkyns og margir hafa miklar mætur á henni. Í sumum löndum sverja menn við Biblíuna í réttarsölum og háttsettir menn leggja hönd á Biblíuna þegar þeir sverja embættiseið. Þekking á Biblíunni er mikilvægasta menntun sem nokkur maður getur fengið.
Margir eru sammála því að heimurinn væri betri ef fleiri læsu Biblíuna og færu eftir því sem í henni stendur. Biblían — hver er boðskapur hennar? er fallega myndskreyttur 32 síðna bæklingur sem getur hjálpað þér að fræðast um það sem Biblían kennir. Í fyrstu tveimur köflunum er því lýst hvernig skaparinn sá mönnunum fyrir paradís og hvernig hún glataðist. Í næstu köflum er yfirlit yfir sögu þjóðarinnar sem fékk það fyrirheit að niðji hennar yrði útvalinn stjórnandi Guðsríkis sem myndi endurreisa paradís á jörð.
Kaflarnir þar á eftir segja frá lífi, þjónustu, kraftaverkum, dauða og upprisu hins útnefnda stjórnanda Guðs, Jesú Krists. Næstu fjórir kaflarnir gefa stutta innsýn í þjónustu fylgjenda Jesú á fyrstu öldinni, innblásin skrif þeirra og trúfesti í prófraunum. Þú hefur örugglega ánægju af að skoða kaflann „Paradís endurheimt!“ ásamt fagurlega myndskreyttri blaðsíðu sem ber yfirskriftina: „Boðskapur Biblíunnar — Yfirlit.“
Hægt er að eignast bæklinginn með því að útfylla og senda miðann hér að neðan á heimilisfangið sem stendur á miðanum eða annað heimilisfang sem finna má á bls. 5 í þessu blaði.
□ Vinsamlegast sendið mér án allra skuldbindinga bæklinginn sem hér er sýndur.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis aðstoð við biblíunám.