Nánast óbærilegur missir
Nánast óbærilegur missir
Nicolle var hraust lítil stúlka. En kvöld eitt kvartaði hún um höfuðverk. Foreldrar hennar fóru þá með hana á spítala. Næsta dag var Nicolle áfram höfð undir nánu eftirliti en um kvöldið fékk hún hjartaáfall. Frekari rannsókn leiddi í ljós að hún var með sjaldgæfa barkteríusýkingu sem hafði borist til lungna, nýrna og hjartans. Nicolle lést innan tveggja sólarhringa. Hún var ekki nema þriggja ára.
ÁSTVINAMISSIR er ein erfiðasta lífsreynsla sem menn verða fyrir. Stundum getur sorgin virst óbærileg. „Ég sakna Nicolle sárt,“ segir Isabelle móðir hennar. „Ég sakna þess að geta ekki faðmað hana að mér, fundið ilminn af henni og hlýjuna frá henni. Hún hafði það fyrir vana að færa mér blóm á hverjum degi. Nicolle er alltaf í huga mér.“
Hefur þú misst ástvin — hvort heldur barn eða maka, systkini, foreldri eða náinn vin? Ef svo er hvernig geturðu þá tekist á við sorgina?