Bók sem þú getur treyst — 7. hluti
Sjöunda heimsveldið
Þetta er síðasta greinin af sjö í tímaritinu „Vaknið!“ þar sem fjallað er um þau sjö heimsveldi sem koma við sögu í Biblíunni. Markmiðið er að sýna fram á að Biblían sé trúverðug, að hún sé innblásin af Guði og að boðskapur hennar veiti von um að endir verði á þeim þjáningum sem stafa af óstjórn manna.
VIÐ erum uppi á mjög þýðingarmiklum tíma, þeim tíma þegar sjöunda heimsveldi biblíusögunnar er komið fram. Þetta heimsveldi hefur auk þess þá sérstöðu að það er hið eina sem er eingöngu nefnt í spádómum Biblíunnar. Hin sex koma einnig fyrir í sögulegum hlutum hennar. Um heimsveldin sjö, sem eru einnig nefnd „konungar“, segir í Biblíunni: „Fimm eru fallnir, einn er nú uppi, annar er ókominn og er hann kemur á hann að vera stutt.“ * – Opinberunarbókin 17:10.
Þegar þessi orð voru skrifuð fyrir rétt rúmum 1.900 árum voru fimm af þessum sjö konungum eða stórveldum fallin. Það voru Egyptaland, Assýría, Babýlon, Medía-Persía og Grikkland. Ríkið, sem var uppi á þeim tíma, var Rómaveldi. En Rómaveldi átti ekki að standa til frambúðar. Annað heimsveldi átti að taka við af því en það var enn ókomið. Spá Biblíunnar gekk eftir og sjöundi ,konungurinn‘ kom fram á sjónarsviðið. Hvaða ríki var það? Á það að standa um ókomna framtíð? Ef ekki, hvernig hverfur það af sjónarsviðinu? Biblían tekur af öll tvímæli um það.
Áreiðanlegir spádómar
Sjöunda heimsveldið byrjaði að taka á sig mynd þegar England reis úr öskustónni í norðvesturhluta Rómaveldis. Upp úr 1769 var þessi eyþjóð orðin að hinu volduga breska heimsveldi. Bretlandi hélt áfram að vaxa fiskur um hrygg og á 19. öld var það orðið auðugasta og voldugasta ríki heims. „Breska heimsveldið var stærsta ríki sem sést hafði,“ segir í heimildarriti. „Íbúar voru 372 milljónir og flatarmál þess var 28 milljónir ferkílómetra.“
Í fyrri heimsstyrjöldinni (1914-1918) myndaði Bretland sérstök tengsl við fyrrverandi nýlendu sína, Bandaríkin. Breska heimsveldið vék úr sessi fyrir bandalagi Bretlands og Bandaríkjanna sem er að mörgu leyti eins konar tvíveldi. Þetta enskumælandi tvíveldi stendur enn. – Sjá rammagreinina „Athyglisvert bandalag“.
Spádómurinn í Opinberunarbókinni 17:10 varpar ljósi á annan spádóm sem er að finna í Daníelsbók. Daníel segir frá risastóru líkneski sem Guð hafði leyft Nebúkadnesar, konungi Babýlonar, að sjá í sýn. (Daníel 2:28, 31-43) Daníel upplýsti konung um að líkneskið táknaði þá röð heimsvelda sem hófst með Babýlon. Babýlon var ráðandi heimsveldi á þeim tíma en Egyptaland og Assýría voru þegar komin og farin. Mannkynssagan staðfestir eftirfarandi:
Höfuðið úr gulli táknar heimsveldið Babýlon.
Brjóst og armleggir úr silfri tákna Medíu-Persíu.
Kviður og lendar úr eir tákna Grikkland hið forna.
Fótleggir úr járni tákna Rómaveldi.
Fæturnir eru blanda af járni og leir og tákna ótraust þjóðfélags- og stjórnmálaástand á valdatíma ensk-ameríska heimsveldisins.
Samkvæmt Opinberunarbókinni 17:10 á sjöunda heimsveldið „að vera stutt“. Hve lengi á það að standa? Hvenær hverfur það af sjónarsviðinu og hvað gerist þá? Daníelsbók varpar skýru ljósi á það.
Loforð sem þú getur treyst
Eftir að hafa lýst líkneskinu skrifaði Daníel: „Meðan þú horfðir á losnaði steinn nokkur [úr fjalli] án þess að mannshönd kæmi þar nærri. Hann lenti á fótum líkneskisins, gerðum úr járni og leir, og mölvaði þá.“ (Daníel 2:34) Hvað táknaði þetta magnaða sjónarspil?
Daníel heldur áfram: „Á dögum þessara [síðustu] konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum [jarðnesku] ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu.“ * (Daníel 2:44, 45) En taktu nú eftir þessum mikilvægu þáttum:
-
Hið sigrandi ríki, sem steinninn táknar, er sett á fót af Guði sjálfum án þess að „mannshönd“ komi þar nærri. Þess vegna er það réttilega kallað ríki Guðs.
-
Ríki Guðs „mun eyða“ öllum ríkjum manna, þar á meðal sjöunda heimsveldinu. Ástæðan er sú að ekkert þeirra vill afsala sér völdum og þau munu öll snúast gegn Guði í miklu stríði sem er háð á táknrænum stað sem kallast Harmagedón. Í Biblíunni kemur fram að ,allir konungar í veröldinni‘ taka þátt í þessu stríði. – Opinberunarbókin 16:13, 14, 16.
- Ólíkt ríkjum, sem koma og fara líkt og heimsveldin sjö, mun ríki Guðs „aldrei . . . hrynja“. Og það mun ríkja yfir allri jörðinni. –
Endanleg eyðing andstæðinga Guðs er tilkomumikil uppfylling spádómsins í 1. Mósebók 3:15 sem var nefndur í fyrstu greininni í þessari greinaröð. Jesús Kristur, niðji konunnar, átti að útrýma Satan, hinum táknræna höggormi, og niðjum hans. (Galatabréfið 3:16) Niðjar Satans eru meðal annars allir þeir sem tileinka sér illa háttsemi hans og beita sér fyrir því að vera óháðir stjórn Guðs og Krists. – Sálmur 2:7-13.
Þetta vekur upp mikilvæga spurningu: Hvenær mun lokaeyðingin eiga sér stað? Eða með öðrum orðum, hvenær mun ,steinninn‘ mikli, það er að segja ríki Guðs, útrýma stjórnum manna fyrir fullt og allt? Biblían svarar því með því að lýsa atburðum og ástandi sem átti að einkenna síðustu daga. – Matteus 24:3.
Berum kennsl á atburðina
Það sem átti að vera einkennandi fyrir tímabilið áður en ríki Guðs tæki völd voru heimsstyrjaldir, „landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur“. (Lúkas 21:10, 11; Matteus 24:7, 8; Markús 13:8) Síðustu dagar myndu einnig einkennast af alvarlegu siðferðishruni bæði á vettvangi trúmála og í þjóðfélaginu almennt. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Hefur „allt þetta“ átt sér stað? (Matteus 24:8) Já – og í þeim mæli að margir eru uggandi um framtíðina. Í dagblaðinu The Globe and Mail sagði fyrir nokkru: „Sumir af virtustu hugsuðum á sviði vísinda og þjóðfélagsmála hafa sett fram ógnvekjandi spár um endalok mannkyns.“
Að einu leyti er þessi spá þó röng því að mannkynið á ekki eftir að líða undir lok. Íhlutun Guðsríkis veitir okkur tryggingu fyrir því. Þegar Jesús lýsti því ástandi sem myndi einkenna síðustu daga sagði hann: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) Hvernig hefur þessi spádómur ræst?
Vottar Jehóva boða ríki Guðs í meira en 230 löndum. Helsta málgagn þeirra heitir meira að segja Varðturninn kunngerir ríki Jehóva en Jehóva er eiginnafn Guðs. (2. Mósebók 6:3, neðanmáls) Vottar Jehóva standa fyrir biblíufræðslu sem hjálpar ótal einstaklingum og fjölskyldum að snúa baki við skaðlegu líferni og taka upp hreina lifnaðarhætti og lifa í friði í samræmi við mælikvarða Guðs. (1. Korintubréf 6:9-11) Milljónir manna um heim allan treysta þar af leiðandi á vernd Guðs þegar ríki hans grípur inn í gang mála hér á jörð.
Þeir fá að sjá með eigin augum hvernig bænin, sem Jesús kenndi fylgjendum sínum, Matteus 6:10) Hefurðu velt fyrir þér hvernig lífið á jörðinni verði þegar allir elska Guð og hlýða honum? Eftirfarandi ritningargreinar varpa ljósi á ástæðuna fyrir því að það er vel við hæfi að tala um fagnaðarerindi.
rætist. Hún er oft nefnd faðirvorið og hljóðar að hluta til svo: „Til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ (Þegar vilji Guðs er gerður á jörð
-
Þá verður sannur friður, ekki aðeins stund milli stríða. Jehóva „stöðvar stríð til endimarka jarðar, brýtur bogann, mölvar spjótið, brennir skildi í eldi“. (Sálmur 46:10) „Hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.“ – Sálmur 37:11.
-
Þá verður nægur matur handa öllum. „Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ – Sálmur 72:16, Biblían 1981.
-
Þá verða allir heilir og hraustir. „Enginn borgarbúi mun segja:,Ég er veikur.‘“– Jesaja 33:24.
-
Þá munu allir eiga þægilegt húsnæði. „Menn munu reisa hús og búa í þeim, planta víngarða og neyta ávaxta þeirra. Menn munu ekki reisa hús sem annar býr í, ekki planta og annar neyta.“ – Jesaja 65:21, 22.
-
Þá munu allar þjáningar taka enda. „Tjaldbúð Guðs er meðal mannanna . . . og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ – Opinberunarbókin 21:3, 4.
Höfða þessi fyrirheit til þín? Ef þau gera það hvetja vottar Jehóva þig til að kynna þér betur hvað Biblían hefur fram að færa. Þá færðu að sjá með eigin augum fleiri rök fyrir því að grimmd og óstjórn manna sé í þann mund að taka enda. Þú kemst einnig að raun um að Biblían verðskuldar að þú treystir henni í hvívetna og að hún sé í raun og sannleika innblásin af Guði. – 2. Tímóteusarbréf 3:16. *
^ Heimsveldin, sem sagt er frá í Biblíunni, voru flest undir konungsstjórn. Þess vegna eru ríkin sjálf oft nefnd ,konungar‘, „konungsríki“ eða hvort tveggja. – Daníel 8:20-22.
^ Nánari upplýsingar um himneskt ríki Guðs er að finna í 8. og 9. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.
^ Ef þig langar til að afla þér nánari upplýsinga um Biblíuna er þér velkomið að hafa samband við Votta Jehóva, skrifa til okkar á viðeigandi póstfang á bls. 5 eða heimsækja vefsetur okkar, www.mr1310.com.