Hvernig er hægt að eignast innihaldsríkara líf?
LÍFIÐ á jörðinni er ekki eins og Guð vildi að það yrði. Jörðin átti að verða full af fólki sem virti rétt skaparans til að stjórna, nyti góðs af leiðsögn hans og endurspeglaði kærleika hans og aðra góða eiginleika. Allir áttu að vinna vel saman. Fólk átti að stofna fjölskyldur, sjá og uppgötva ýmislegt nýtt og gera alla jörðina að paradís.
GUÐ LOFAR AÐ LÍFIÐ Á JÖRÐINNI VERÐI EINS OG HANN ÆTLAÐI Í UPPHAFI
-
„Hann stöðvar stríð til endimarka jarðar.“ – Sálmur 46:10.
-
„Tíminn [kom] ... til að eyða þeim sem jörðina eyða.“ – Opinberunarbókin 11:18.
-
„Enginn borgarbúi mun segja: ,Ég er veikur.‘“ – Jesaja 33:24.
-
„Mínir útvöldu njóta ávaxta iðju sinnar.“ – Jesaja 65:22.
Hvernig munu þessi loforð rætast? Guð hefur falið syni sínum Jesú að ríkja frá himnum yfir allri jörðinni. Biblían kallar þessa stjórn Guðsríki. (Daníel 2:44) Biblían segir um Jesú: „Guð mun gefa honum hásæti ... og hann mun ríkja.“ – Lúkas 1:32, 33.
Kraftaverkin sem Jesús gerði þegar hann var hér á jörð sýna hverju stjórn hans mun koma til leiðar til að bæta líf manna.
JESÚS SÝNDI HVAÐ HANN ÆTLAR AÐ GERA FYRIR HLÝÐIÐ MANNKYN
-
Hann læknaði hvers kyns sjúkdóma og sýndi þannig hvernig hann mun losa mannkynið undan veikindum. – Matteus 9:35.
-
Hann lægði vindinn og sýndi þannig hvernig hann mun hafa stjórn á náttúruöflunum til að vernda fólk. – Markús 4:36–39.
-
Hann brauðfæddi nokkur þúsund manns sem sýnir okkur að hann mun sjá fólki fyrir nauðsynjum. – Markús 6:41–44.
-
Hann breytti vatni í vín í brúðkaupi og sýndi þannig að hann vill að fólk njóti lífsins og mun stuðla að því. – Jóhannes 2:7–11.
Hvernig getur þú notið þess lífs sem Guð ætlar þeim sem elska hann? Það er ákveðinn „vegur“ sem þú þarft að ganga. Biblían segir að það sé „vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.“ – Matteus 7:14.
VEGUR TIL BETRA LÍFS
Hver er vegurinn til lífsins? Guð segir: „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er, leiði þig þann veg sem þú skalt ganga.“ (Jesaja 48:17) Það bætir líf þitt til muna að fylgja þessum vegi.
Jóhannes 14:6) Ef við förum eftir kenningum Jesú og líkjum eftir honum getum við orðið náin Guði og það er okkur til góðs.
Jesús sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ (Hvernig finnum við veginn til lífsins? Það eru til mörg trúarbrögð en Jesús gaf þessa viðvörun: „Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.“ (Matteus 7:21) Hann sagði líka: „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ (Matteus 7:16) Biblían hjálpar okkur að sjá muninn á sannri tilbeiðslu og falskri. – Jóhannes 17:17.
Hvernig geturðu gengið á veginum til lífsins? Við þurfum að kynnast skapara okkar. Hver er hann? Hvað heitir hann? Hvernig er hann? Hvað gerir hann? Hvað vill hann að við gerum? *
Guð vill okkur mönnunum meira en aðeins að vinna, borða, leika okkur og eignast fjölskyldu. Við getum kynnst skaparanum og orðið vinir hans. Við sýnum að við elskum hann með því að gera vilja hans. Jesús sagði: „Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð.“ – Jóhannes 17:3.
Í BIBLÍUNNI FÁUM VIÐ FRÆÐSLU FRÁ GUÐI UM „ÞAÐ SEM GAGNLEGT ER“. – JESAJA 48:17.
FYRSTU SKREFIN Á VEGINUM TIL LÍFSINS
Þegar við höfum lært hver vilji Guðs er áttum við okkur á að við gætum þurft að gera ýmsar breytingar. Það virðist kannski erfitt en er í rauninni mjög ánægjulegt ferli sem hefst með því að stíga fyrsta skrefið. Vottar Jehóva bjóða upp á ókeypis biblíunámskeið, á stað og tíma sem hentar þér, svo að þú getir fengið svör við spurningum þínum um Guð. Þú getur haft samband við okkur á vefsíðu okkar www.mr1310.com/is.