Fjölgað í hinu stjórnandi ráði
Fjölgað í hinu stjórnandi ráði
ÁRSFUNDUR Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn í Pennsylvaníu var haldinn laugardaginn 2. október 1999. Viðstaddir voru 10.594. Í lok fundarins var lesin óvænt tilkynning þess efnis að fjórum nýjum mönnum hefði verið bætt við hið stjórnandi ráð votta Jehóva. Nýju meðlimirnir, sem eru allir andasmurðir, eru Samuel F. Herd, M. Stephen Lett, Guy H. Pierce og David H. Splane.
• Samuel Herd hóf brautryðjandastarf árið 1958 og var í farand- og umdæmisstarfi frá 1965 til 1997. Síðan þá hefur hann tilheyrt Betelfjölskyldunni í Bandaríkjunum ásamt Gloriu, eiginkonu sinni, og hefur starfað í þjónustudeildinni. Hann hefur einnig verið aðstoðarmaður þjónustunefndarinnar.
• Stephen Lett gerðist brautryðjandi í desember 1966 og starfaði á Betel í Bandaríkjunum á árunum 1967 til 1971. Hann giftist í október 1971 og starfaði sem sérbrautryðjandi um tíma með Susan, eiginkonu sinni. Hann var farandhirðir frá 1979 til 1998. Þau hjónin hafa tilheyrt Betelfjölskyldunni í Bandaríkjunum síðan í apríl 1998. Hann hefur unnið í þjónustudeildinni og var aðstoðarmaður fræðslunefndarinnar.
• Guy Pierce gerðist brautryðjandi ásamt eiginkonu sinni í apríl 1982 eftir að hafa komið börnum á legg. Hann starfaði sem farandhirðir frá 1986 til 1997 þegar hann og Penny, kona hans, hófu störf á Betel í Bandaríkjunum. Bróðir Pierce hefur verið aðstoðarmaður starfsmannanefndar.
• David Splane gerðist brautryðjandi í september 1963. Hann útskrifaðist úr 42. bekk Gíleaðskólans og starfaði sem trúboði í Senegal í Afríku og eftir það var hann farandhirðir í Kanada í 19 ár. Hann hefur starfað á Betel í Bandaríkjunum frá 1990 ásamt Lindu, eiginkonu sinni. Hann hefur starfað í þjónustudeildinni og ritdeildinni, en frá 1998 hefur hann verið aðstoðarmaður ritnefndar.
Hið stjórnandi ráð er nú skipað þeim Albert D. Schroeder, Carey W. Barber, Daniel Sydlik, Gerrit Lösch, John E. Barr, Karl F. Klein, Lyman A. Swingle, Milton G. Henschel og Theodore Jaracz, auk þeirra fjögurra sem nú hafa bæst við. Það er bæn allra að Jehóva haldi áfram að blessa og styrkja þjónustu hins stjórnandi ráðs og umsjón þess með starfi þjóna Guðs um heim allan.