Snúðu augum þínum frá hégóma
Snúðu augum þínum frá hégóma
„Snú augum mínum frá hégóma, veit mér líf á vegum þínum.“ — SÁLM. 119:37.
1. Hve mikilvæg er sjónin fyrir okkur?
SJÓNIN er óneitanlega dýrmæt. Hennar vegna getum við á augabragði skynjað umhverfi okkar — í litum og þrívídd. Sjónin gerir okkur kleift að sjá kærkomna vini og vara okkur á aðsteðjandi hættum. Með sjóninni skynjum við fegurð og undur sköpunarverksins og sjáum merki um tilvist Guðs og dýrð hans. (Sálm. 8:4, 5; 19:2, 3; 104:24; Rómv. 1:20) Og þar sem sjónin er ákaflega mikilvæg boðleið til hugans á hún stóran þátt í því að við getum aflað okkur þekkingar á Jehóva og byggt upp trú á hann. — Jós. 1:8; Sálm. 1:2, 3.
2. Af hverju skiptir máli hvað við sjáum, og hvað má læra af einlægri bæn sálmaskáldsins?
2 En það sem við horfum á getur líka verið okkur til tjóns. Tengsl sjónarinnar og hugans eru svo sterk að það sem við sjáum með augunum getur kveikt eða magnað upp metnaðargirnd og langanir í hjartanu. Og þar sem við búum í spilltum heimi undir stjórn Satans, þar sem allt snýst um að þóknast sjálfum sér, dynja á okkur myndir og áróður sem geta hæglega leitt okkur út af réttri braut, jafnvel þó að við lítum ekki á þær nema eitt augnablik. (1. Jóh. 5:19) Það er því ósköp eðlilegt að sálmaskáldið skuli hafa sagt í innilegri bæn til Guðs: „Snú augum mínum frá hégóma, veit mér líf á vegum þínum.“ — Sálm. 119:37.
Augun geta leitt okkur afvega
3-5. Hvaða frásögur í Biblíunni sýna fram á hve hættulegt það er að láta augun tæla sig?
3 Lítum á hvað gerðist hjá fyrstu konunni, Evu. Satan gaf í skyn að augu hennar hlytu að „ljúkast . . . upp“ ef hún borðaði ávöxt af „skilningstré góðs og ills“. Evu hlýtur að hafa þótt forvitnilegt að fá augu sín opnuð. Hún fékk enn meiri áhuga á að borða forboðna ávöxtinn þegar hún sá að „tréð var gott af að eta, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks“. Eva horfði löngunaraugum á tréð og það varð til þess að hún óhlýðnaðist fyrirmælum Guðs. Adam, eiginmaður hennar, óhlýðnaðist einnig með skelfilegum afleiðingum fyrir allt mannkyn. — 1. Mós. 2:17; 3:2-6; Rómv. 5:12; Jak. 1:14, 15.
4 Á dögum Nóa gerðist það að sumir af englunum urðu fyrir áhrifum af því sem þeir sáu. Um þá er sagt í 1. Mósebók 6:2: „Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á.“ Þegar þessir uppreisnargjörnu englar horfðu lostafullum augum á dætur mannanna vaknaði með þeim óeðlileg löngun í að eiga kynmök við þær, og þeir eignuðust börn með þeim sem urðu verstu ofbeldisseggir. Illskan á þeim tíma varð þess valdandi að öllum mönnum var útrýmt, að undanskildum Nóa og fjölskyldu hans. — 1. Mós. 6:4-7, 11, 12.
5 Öldum síðar lét Ísraelsmaðurinn Akan augun tæla sig til að stela hlutum úr borginni Jeríkó eftir að hún var hertekin. Guð hafði fyrirskipað að öllu sem var í borginni skyldi eytt nema vissum hlutum sem áttu að fara í fjárhirslu hans. Ísraelsmönnum var sagt: „Forðist hið bannfærða. Ásælist hvorki Jós. 6:18, 19; 7:1-26) Akan girntist í hjarta sér hluti sem hann mátti ekki taka.
né takið neitt af því.“ Þegar Akan óhlýðnaðist biðu Ísraelsmenn ósigur við borgina Aí og margir féllu. Akan játaði ekki þjófnaðinn fyrr en hann var afhjúpaður. Hann sagðist hafa girnst hlutina þegar hann sá þá og tekið þá. Það sem augu hans girntust varð þess valdandi að hann var tekinn af lífi og öllu sem hann átti var eytt. (Sjálfsögun er nauðsynleg
6, 7. Hvaða „vélráð“ Satans er oft notað til að afvegaleiða fólk og hvernig hafa auglýsendur notfært sér það?
6 Mannkynið lætur tælast á svipaðan hátt og gerðist hjá Evu, óhlýðnu englunum og Akan. Af öllum þeim ,vélráðum‘, sem Satan beitir til að afvegaleiða mannkynið, er ekkert öflugra en það sem „glepur augað“. (2. Kor. 2:11; 1. Jóh. 2:16) Auglýsendur nú til dags vita mætavel það sem hefur verið þekkt frá fornu fari, að það er áhrifaríkt að höfða til sjónarinnar. „Ekkert af skilningarvitunum er eins tælandi og sjónin,“ segir þekktur evrópskur markaðssérfræðingur. „Sjónin tekur oft völdin af hinum skilningarvitunum og getur verið mjög sannfærandi hvað sem allri skynsemi líður.“
7 Það er engin furða að auglýsendur láti dynja á okkur myndir sem eru snilldarlega hannaðar til að hafa sem sterkust áhrif á sjónskynjunina og vekja löngun í vissar vörur eða þjónustu. Fræðimaður í Bandaríkjunum, sem hefur rannsakað áhrif auglýsinga á fólk, segir að þær séu „ekki aðeins gerðar til að gefa vitrænar upplýsingar heldur frekar að skapa ákveðin áhrif og tilfinningaviðbrögð“. Ögrandi kynferðislegar myndir eru mikið notaðar. „Kynlíf selur“ eins og stundum er haft á orði. Það er því ákaflega mikilvægt að hafa stjórn á því hvað við horfum á og hverju við hleypum inn í huga okkar og hjarta.
8. Hvernig er lögð áhersla á það í Biblíunni að við þurfum að gæta að því á hvað við horfum?
8 Sannkristnir menn eru ekki ónæmir fyrir því að girnast eitthvað eða láta augun glepja sig. Í Biblíunni erum við því hvött til að hafa stjórn á augum okkar og löngunum. (1. Kor. 9:25, 27; lestu 1. Jóhannesarbréf 2:15-17.) Hinn ráðvandi Job gerði sér grein fyrir hve sterk tengsl eru milli þess að sjá og girnast. Hann sagði: „Ég gerði þann sáttmála við augu mín að líta mey ekki girndarauga.“ (Job. 31:1) Hann forðaðist ekki aðeins að snerta konu á siðlausan hátt. Hann leyfði ekki einu sinni huganum að gæla við neitt slíkt. Jesús lagði áherslu á að við yrðum að halda huganum hreinum af siðlausum hugsunum þegar hann sagði: „Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ — Matt. 5:28.
Hégómi sem við þurfum að forðast
9. (a) Af hverju þurfum við að vera mjög varkár þegar við notum Netið? (b) Hvaða áhrif getur það haft að horfa aðeins örstutt á klám?
9 Í heimi nútímans er orðið æði algengt að fólk horfi á klám, einkum á Netinu. Við þurfum ekki að leita að þannig vefsíðum — þær leita okkur uppi! Hvernig þá? Auglýsing með tælandi mynd getur birst fyrirvaralaust á tölvuskjánum. Eða við opnum sakleysislegt tölvuskeyti og skyndilega sprettur upp klámmynd sem er þannig úr garði gerð að það er erfitt að loka henni. Maður þarf ekki að sjá myndina nema andartak til að hún hafi áhrif á hugann. Smásnerting við klám getur haft dapurlegar afleiðingar. Það getur valdið samviskubiti og það getur verið býsna erfitt að losna við myndina úr huganum. Hitt er enn verra að sá sem horfir af ásettu ráði á klám er ekki enn búinn Efesusbréfið 5:3, 4, 12; Kól. 3:5, 6.
að deyða óleyfilegar langanir í fari sínu. — Lestu10. Af hverju eru börn sérstaklega varnarlítil gagnvart klámi og hvaða áhrif getur klám haft á þau?
10 Eðlileg forvitni barna getur orðið til þess að þau leiðist út í að horfa á klám. Ef það gerist getur það haft varanleg áhrif á viðhorf þeirra til kynferðismála. Í grein nokkurri kemur fram að þessi áhrif geti verið allt frá brengluðum skoðunum á hvað sé viðeigandi í kynferðismálum upp í „erfiðleika með að viðhalda heilbrigðu og kærleiksríku sambandi, óraunsæja sýn á konur og jafnvel klámfíkn. Hún getur síðan haft truflandi áhrif á skólanám, vináttusambönd og samskipti innan fjölskyldunnar“. Og áhrifin á hjónaband síðar meir geta orðið enn skaðlegri.
11. Lýstu með dæmi hve hættulegt það er að horfa á klám.
11 „Af öllu sem ég ánetjaðist áður en ég varð vottur var langerfiðast að losna við klámfíknina,“ segir bróðir í söfnuðinum. „Ég sé þessar myndir enn fyrir mér við undarlegustu tækifæri. Þær geta kviknað við einhverja lykt eða tónlist, eitthvað sem ég sé eða jafnvel þegar hugurinn reikar. Þetta er dagleg og stöðug barátta.“ Annar bróðir hafði á barnsaldri laumast í klámblöð pabba síns, sem var ekki vottur, þegar foreldrarnir voru að heiman. Hann segir: „Þessar myndir höfðu hræðileg áhrif á huga minn þegar ég var lítill. Enn þann dag í dag, 25 árum síðar, eru sumar af þessum myndum eins og brenndar inn í huga minn. Það er alveg sama hvað ég reyni, þær fara hvergi. Þetta vekur með mér sektarkennd, jafnvel þó að ég forðist að hugsa um þær.“ Það er viturlegt að forðast svona íþyngjandi tilfinningar með því að horfa ekki á hégóma. Hvernig er það hægt? Með því að reyna sitt besta til að ,hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist‘. — 2. Kor. 10:5.
12, 13. Hvaða hégóma ættu kristnir menn ekki að horfa á og hvers vegna?
12 Annar hégómi, sem okkur ber að forðast, er afþreyingarefni sem ýtir undir efnishyggju eða dulspeki eða sýnir ofbeldi, blóðsúthellingar og dráp. (Lestu Sálm 101:3.) Kristnir foreldrar bera þá ábyrgð frammi fyrir Jehóva að velja af vandfýsi hvað þeir leyfa að horft sé á á heimilinu. Enginn sannkristinn maður myndi auðvitað koma vísvitandi nálægt dulspeki af neinu tagi. Foreldrar þurfa samt að vera á varðbergi gagnvart kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum og meira að segja teiknimyndablöðum og barnabókum sem fjalla á einhvern hátt um yfirnáttúrleg fyrirbæri. — Orðskv. 22:5.
13 Hvorki börn né fullorðnir ættu að hafa gaman af tölvuleikjum sem snúast aðallega um ofbeldi og sýna dráp með óhugnanlega raunverulegum hætti. (Lestu Sálm 11:5.) Við verðum að gæta þess að beina ekki huganum að nokkru sem Jehóva fordæmir. Höfum hugfast að Satan reynir að hafa áhrif á huga okkar. (2. Kor. 11:3) Jafnvel þó að viss afþreying teljist viðeigandi má hún ekki taka of mikinn tíma frá biblíunámi fjölskyldunnar, daglegum biblíulestri og undirbúningi fyrir samkomur. — Fil. 1:9, 10.
Líkjum eftir Jesú
14, 15. Hvað vekur athygli þegar Satan reyndi að freista Jesú í þriðja sinn og hvernig tókst Jesú að standast freistinguna?
14 Því miður verður ekki hjá því komist í þessum illa heimi að sjá einhverja hégómlega hluti. Jesús neyddist jafnvel til að horfa á slíkt. Í þriðja sinn sem Satan reyndi að telja hann ofan af því að gera vilja Guðs segir svo frá: „Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra.“ (Matt. 4:8) Af hverju gerði Satan þetta? Eflaust vildi hann nýta sér sterk áhrif sjónarinnar. Ef Jesús fengi að sjá dýrð allra ríkja heims gæti það kannski vakið með honum löngun til að sækjast eftir frama í heiminum. Hvernig brást Jesús við?
15 Jesús íhugaði ekki þetta freistandi boð. Hann leyfði ekki að rangar langanir kviknuðu í hjartanu. Og hann þurfti ekki að hugleiða tilboð Satans áður en hann hafnaði því. Hann svaraði tafarlaust: „Vík brott, Satan!“ (Matt. 4:10) Jesús einbeitti sér að sambandi sínu við Jehóva og svaraði í samræmi við markmið sitt í lífinu — að gera vilja hans. (Hebr. 10:7) Þess vegna tókst Satan ekki að afvegaleiða Jesú þótt slægur væri.
16. Hvað getum við lært af því hvernig Jesús stóðst freistingar Satans?
16 Við getum lært margt af Jesú. Í fyrsta lagi er enginn ónæmur fyrir freistingum Satans. (Matt. 24:24) Í öðru lagi getur það sem við beinum augunum að styrkt langanir hjartans, til góðs eða ills. Í þriðja lagi notar Satan, eins og hann getur, „allt sem glepur augað“ til að reyna að leiða okkur afvega. (1. Pét. 5:8) Og í fjórða lagi erum við líka fær um að standa gegn Satan, ekki síst ef við bregðumst við tafarlaust. — Jak. 4:7; 1. Pét. 2:21.
Haltu auga þínu ,heilu‘
17. Af hverju er ekki skynsamlegt að bíða eftir að einhver hégómi verði á vegi okkar áður en við ákveðum hvað við ætlum að gera?
17 Þegar við vígjumst Jehóva gefum við honum hátíðlegt loforð um að forðast hégóma. Þegar við heitum að gera vilja Guðs tökum við undir með sálmaskáldinu: „Ég forða fæti mínum frá hverjum vondum vegi því að ég fylgi orði þínu.“ (Sálm. 119:101) Það er ekki skynsamlegt að bíða eftir að einhver hégómi verði á vegi okkar áður en við ákveðum hvað við ætlum að gera. Við höfum fengið skýrar leiðbeiningar um hvað sé fordæmt í Biblíunni. Okkur er ekki ókunnugt um vélráð Satans. Hvenær var reynt að freista Jesú til að breyta steinum í brauð? Eftir að hann hafði fastað í 40 daga og nætur og var „orðinn hungraður“. (Matt. 4:1-4) Satan getur séð hvenær við erum veik fyrir og líklegri en ella til að láta undan freistingum. Við þurfum því að hugleiða þessi mál gaumgæfilega og gera það núna. Frestaðu því ekki. Ef við höfum vígsluheit okkar við Jehóva í huga alla daga verðum við staðráðin í að halda okkur frá öllum hégóma. — Orðskv. 1:5; 19:20.
18, 19. (a) Lýstu muninum á ,heilu‘ auga og ,spilltu‘. (b) Af hverju þurfum við að halda áfram að hugfesta það sem er gott og verðmætt og hvað er ráðlagt í Filippíbréfinu 4:8?
18 Daglega ber fyrir augu okkar allt mögulegt sem dreifir huganum og það færist í aukana ef eitthvað er. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að halda auga okkar ,heilu‘ eins og Jesús hvatti til. (Matt. 6:22, 23) „Heilt“ auga einbeitir sér algerlega að einu markmiði — að gera vilja Guðs. „Spillt“ auga er hins vegar undirförult og ágjarnt og laðast að hégóma.
19 Höfum hugfast að augun næra hugann og hugurinn hjartað. Það er því ákaflega mikilvægt að hugfesta stöðugt allt sem er gott og verðmætt. (Lestu Filippíbréfið 4:8.) Höldum áfram að enduróma bænarorð sálmaskáldsins: „Snú augum mínum frá hégóma.“ Ef við leggjum okkur fram um að breyta í samræmi við bænina getum við treyst að Jehóva ,veiti okkur líf á vegum sínum‘. — Sálm. 119:37; Hebr. 10:36.
Hvað ættum við að muna varðandi . . .
• tengsl augnanna, hugans og hjartans?
• hætturnar sem fylgja klámi?
• nauðsyn þess að halda auga okkar ,heilu‘?
[Spurningar]
[Myndir á bls. 23]
Hvaða hégóma verða kristnir menn að forðast að horfa á?