Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Vissir þú?

Hve mikils virði voru smápeningar ekkjunnar?

Gyðingum á fyrstu öld e.Kr. var gert að greiða tvær drökmur í musterisgjald á hverju ári en það voru um það bil tvenn daglaun. (Matteus 17:24) Til samanburðar má nefna að Jesús sagði að hægt væri að kaupa tvo spörva „fyrir smápening“ eða sem svarar launum fyrir 45 mínútna vinnu. Hægt var að fá fimm spörva fyrir tvo smápeninga eða um 90 mínútna vinnu. — Matteus 10:29; Lúkas 12:6.

Jesús fylgdist með ekkju nokkurri gefa framlag til musterisins sem var enn þá minna virði. Þessir smápeningar voru leptonar, smæsta koparmynt sem var í umferð í Ísrael á þeim tíma. Tveir leptonar jafngiltu 164 úr daglaunum eða sem svarar til um tólf mínútna vinnu ef miðað er við 12 stunda vinnudag.

Að mati Jesú var framlag ekkjunnar meira virði en allra þeirra sem gáfu af „allsnægtum sínum“. Hvernig má það vera? Í frásögunni segir að hún hafi átt „tvo smápeninga“ svo að hún hefði geta gefið annan og haldið hinum fyrir sjálfa sig. Engu að síður gaf hún „allt sem hún átti, alla björg sína.“ — Markús 12:41-44; Lúkas 21:2-4.

Hvenær varð Sál þekktur sem Páll?

Páll postuli var fæddur Hebrei en var rómverskur borgari. (Postulasagan 22:27, 28; Filippíbréfið 3:5) Það er því líklegt að hann hafi haft bæði hebreska nafnið Sál og rómverska nafnið Páll frá fæðingu. Sumir af ættingjum Páls höfðu líka rómversk og grísk nöfn. (Rómverjabréfið 16:7, 21) Þar að auki var það ekki óvenjulegt að Gyðingar á þessum tíma hefðu tvö nöfn, sérstaklega ef þeir bjuggu ekki í Ísrael. — Postulasagan 12:12; 13:1.

Þessi postuli virðist hafa verið þekktur undir hebreska nafninu Sál í meira en áratug eftir að hann gerðist kristinn. (Postulasagan 13:1, 2) En á fyrstu trúboðsferð sinni, um árið 47 eða 48, gæti hann hafa kosið að nota rómverska nafnið Páll. Honum var falið að boða heiðingjum fagnaðarerindið og gæti hafa talið að rómverska nafninu yrði betur tekið meðal þeirra. (Postulasagan 9:15; 13:9; Galatabréfið 2:7, 8) Hann gæti einnig hafa notað nafnið Páll vegna þess að þegar nafnið Sál er borið fram á grísku líkist það mjög grísku orði með óviðurkvæmilega merkingu. Hver svo sem ástæðan var sýndi Páll að hann gat „verið öllum allt, til þess að [hann gæti] að minnsta kosti frelsað nokkra.“ — 1. Korintubréf 9:22.

[Mynd á blaðsíðu 14]

Lepton í raunstærð