Spádómar um Messías
Spádómar um Messías
GYÐINGAR þekktu spádóma Jesaja og annarra spámanna um Messías og höfðu því beðið lengi eftir að hann kæmi. Á dögum Jesú voru meira að segja margir „fullir eftirvæntingar“ og bjuggust við að Messías kæmi von bráðar. (Lúkas 3:15) Í Biblíunni er að finna spádóma sem lýsa í smáatriðum ýmsum atburðum í lífi Messíasar. Enginn maður hefði getað sagt slíka atburði fyrir né séð til þess að þeir kæmu fram í lífi Jesú.
Spádómar um fæðingu Messíasar. Jesaja sagði fyrir að Messías, eða Kristur, myndi fæðast af mey. Eftir að hafa lýst undraverðum atburðum sem tengdust fæðingu Jesú skrifaði postulinn Matteus: „Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: ‚Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son.‘“ (Matteus 1:22, 23; Jesaja 7:14) Jesaja spáði því líka að Kristur myndi verða afkomandi Davíðs og nafngreindi Ísaí, föður Davíðs. Og Jesús gat einmitt rakið ættir sínar beint til Davíðs. (Matteus 1:6, 16; Lúkas 3:23, 31, 32) Þess vegna sagði engillinn Gabríel við Maríu, móður Jesú, áður en hann fæddist: „Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans.“ — Lúkas 1:32, 33; Jesaja 11:1-5, 10; Rómverjabréfið 15:12.
Spádómar um ævi Messíasar. Í samkunduhúsinu í Nasaret las Jesús upp úr spádómi Jesaja. Þar segir meðal annars: „Andi Drottins er yfir mér af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap.“ Síðan heimfærði Lúkas 4:17-21; Jesaja 61:1, 2) Jesaja spáði því einnig að Jesús myndi verða hlýlegur, mildur og yfirlætislaus í garð þeirra sem þörfnuðust hjálpar. Matteus skrifaði: „Margir fylgdu honum og alla læknaði hann. En hann lagði ríkt á við þá að þeir gerðu hann eigi kunnan. Þannig átti það að rætast sem Jesaja spámaður sagði fyrir um . . . ‚Hvorki mun hann þrátta né hrópa . . . Brákaðan reyr brýtur hann ekki.‘“ — Matteus 8:16, 17; 12:10-21; Jesaja 42:1-4; 53:4, 5.
Jesús spádóminn upp á sjálfan sig og sagði: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“ (Spádómar um þjáningar Messíasar. Jesaja sagði fyrir að meirihluti Ísraelsmanna myndi ekki taka við Messíasi heldur yrði hann þeim að „hrösunarhellu“. (1. Pétursbréf 2:6-8; Jesaja 8:14, 15) Og þrátt fyrir að Jesús gerði mörg kraftaverk „trúðu menn ekki á hann svo að rættist orð Jesaja spámanns er hann mælti: Drottinn, hver trúði boðun vorri og hverjum varð armur Drottins opinber?“ (Jóhannes 12:37, 38; Jesaja 53:1) Eitt af því sem stuðlaði að vantrú Gyðinga á Jesú var sú útbreidda en ranga hugmynd að Messías myndi leysa þjóðina umsvifalaust undan yfirráðum Rómverja og endurreisa sjálfstætt ríki Davíðs hér á jörð. En þar sem Jesús þjáðist og dó gátu fæstir Gyðinga viðurkennt hann sem Messías. Jesaja hafði engu að síður spáð því að Messías myndi þjást áður en hann yrði konungur.
Í Jesajabók er því spáð að Messías segi: „Ég bauð bak mitt þeim sem börðu mig . . . huldi ekki andlit mitt fyrir háðung og hrákum.“ Matteus greinir frá því sem gerðist þegar Jesús var dreginn fyrir rétt: „Þeir hræktu í andlit honum og slógu hann með hnefunum en aðrir börðu hann með stöfum.“ (Jesaja 50:6; Matteus 26:67) „Hann var hart leikinn og þjáður en lauk eigi upp munni sínum,“ skrifaði Jesaja. Þegar Pílatus spurði Jesú út í ásakanir Gyðinga „svaraði [hann] honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög“. — Jesaja 53:7; Matteus 27:12-14; Postulasagan 8:28, 32-35.
Spádómar um dauða Messíasar. Spádómar Jesaja héldu áfram að rætast þegar Jesús var líflátinn og einnig eftir það. Jesaja spáði: „Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra, legstað meðal ríkra.“ (Jesaja 53:9) Hvernig gat þessi mótsagnakenndi spádómur uppfyllst? Þegar Jesús dó var hann staurfestur á milli tveggja ræningja. (Matteus 27:38) En síðan kom efnaður maður að nafni Jósef frá Arímaþeu og lagði lík Jesú í nýlegan grafhelli sem hann átti. (Matteus 27:57-60) Dauði Jesú uppfyllti að lokum mikilvægasta þáttinn í spádómi Jesaja. Hann sagði um Messías: „Þjónn minn mun réttlæta marga því að hann bar syndir þeirra.“ Já, með dauða Jesú var lausnargjaldið greitt til að hægt væri að losa alla trúfasta menn undan byrði syndarinnar. — Jesaja 53:8, 11; Rómverjabréfið 4:25.
Spádómar sem hafa ræst
Postularnir og Jesús vitnuðu oftar í spádómsbók Jesaja en nokkra aðra biblíubók til að sýna fram á með biblíuvísunum hver * (Postulasagan 28:23; Opinberunarbókin 19:10) En hversu öruggt var það að þessir spádómar myndu rætast? Jesús sagði Gyðingunum sem hlýddu á hann: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina [það er að segja Hebresku ritningarnar]. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram.“ — Matteus 5:17, 18.
Messías væri. En það var ekki bara í Jesajabók sem spádóma var að finna. Margir aðrir spádómar í Hebresku ritningunum rættust líka á Jesú og ríki hans. Og fleiri eiga eftir að rætast þegar ríkið lætur til sín taka í framtíðinni.Jesús benti líka á biblíuspádóma sem rættust á fyrstu öld og aðra sem áttu að rætast síðar. (Daníel 9:27; Matteus 15:7-9; 24:15) Enn fremur sögðu Jesús og lærisveinar hans fyrir atburði sem myndu eiga sér stað eftir þeirra dag, meðal annars atburði sem við höfum orðið vitni að á okkar tímum. Í næstu grein verður fjallað um þessa biblíuspádóma og aðra sem eiga eftir að rætast.
[Neðanmáls]
^ gr. 9 Hægt er að fá meiri upplýsingar um spádóma, sem rættust á Jesú, í bókinni Hvað kennir Biblían? á bls. 200. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.
[Mynd á blaðsíðu 4]
„Yngismær mun . . . fæða son.“
[Mynd á blaðsíðu 5]
„[Ég] huldi ekki andlit mitt fyrir háðung.“