Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Um framtíð mannkynsins

Um framtíð mannkynsins

Lærum af Jesú

Um framtíð mannkynsins

Lofaði Jesús lífi á himnum?

Já, svo sannarlega. Jesús var reistur upp frá dauðum og fór til himna til að vera með föður sínum. En áður en hann dó og reis upp sagði hann 11 trúföstum postulum sínum: „Í húsi föður míns eru margar vistarverur. . . . ég [fer] burt að búa yður stað.“ (Jóhannes 14:2) En þeir sem fá að fara til himna verða fáir. Jesús undirstrikaði það þegar hann sagði við lærisveina sína: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið.“ — Lúkas 12:32.

Hvað mun ‚litla hjörðin‘ gera á himnum?

Faðirinn vill að þessi litli hópur verði hluti af stjórn á himnum ásamt Jesú. Hvernig vitum við það? Eftir að Jesús var upprisinn opinberaði hann Jóhannesi postula að trúfastir menn myndu verða konungar á himnum og „ríkja á jörðunni“. (Opinberunarbókin 1:1; 5:9, 10) Þetta eru gleðifréttir. Ein af brýnustu þörfum mannkyns er góð stjórn. Hverju mun þessi stjórn, undir forystu Jesú, koma til leiðar? Jesús sagði: „Þegar Guð hefur endurnýjað allt og Mannssonurinn situr í dýrðarhásæti sínu munuð þið, sem fylgið mér, einnig sitja í tólf hásætum.“ (Matteus 19:28) Stjórn Jesú og fylgjenda hans mun hrinda því í framkvæmd að ‚endurnýja‘ eða endurskapa þær fullkomnu aðstæður sem fyrstu mennsku hjónin bjuggu við á jörðinni áður en þau syndguðu.

Hvaða von gefur Jesús öðrum?

Mannkynið er skapað til þess að búa á jörðinni en Jesús var aftur á móti skapaður til þess að búa á himnum. (Sálmur 115:16) Hann sagði því: „Þér eruð neðan að, ég er ofan að.“ (Jóhannes 8:23) Jesús talaði um dásamlega framtíð fyrir mannkynið á jörðinni. Eitt sinn sagði hann: „Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.“ (Matteus 5:5) Hann var að vísa óbeint í innblásinn sálm þar sem segir: „Hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi. Réttlátir fá landið til eignar og búa þar ævinlega.“ — Sálmur 37:11, 29.

Þeir sem tilheyra ‚litlu hjörðinni‘ og fara til himna eru því ekki þeir einu sem hljóta eilíft líf. Jesús talaði einnig um von sem allir menn geta átt. Hann sagði: „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ — Jóhannes 3:16.

Hvernig bindur Guð enda á allar þjáningar?

Jesús talaði um að aflétta tvenns konar kúgun þegar hann sagði: „Nú gengur dómur yfir þennan heim. Nú skal höfðingja þessa heims út kastað.“ (Jóhannes 12:31) Í fyrsta lagi verða óguðlegir menn, sem valda öðrum þjáningum, dæmdir og þeim eytt. Í öðru lagi verður Satan kastað út og hann mun ekki framar leiða mannkynið afvega.

Hvað um fólkið sem hefur í aldanna rás lifað og dáið án þess að fá tækifæri til þess að læra um Guð og Krist og trúa á þá? Jesús sagði illvirkja sem dó við hlið hans að hann myndi verða með honum í paradís. (Lúkas 23:43) Þessi maður, ásamt milljónum annarra, mun fá tækifæri til að læra um Guð þegar Jesús reisir hann upp frá dauðum í paradís á jörð. Hann fær þá möguleika á að verða einn af þeim hógværu og réttlátu sem hljóta eilíft líf á jörð. — Postulasagan 24:15.

Nánari upplýsingar er að finna í 3. og 7. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? *

[Neðanmáls]

^ gr. 13 Gefin út af Vottum Jehóva.

[Mynd á blaðsíðu 23]

„Réttlátir fá landið til eignar og búa þar ævinlega.“ — Sálmur 37:29.