Fagnaðarerindið á 500 tungumálum
Fagnaðarerindið á 500 tungumálum
Í MIÐRI borgarastyrjöld í Rúanda neyddust nokkrir þýðendur til að flýja heimili sín og skilja eftir eigur sínar. En þeir náðu að grípa með sér fartölvurnar sínar og taka þær með í flóttamannabúðirnar. Hvers vegna gerðu þeir það? Svo að þeir gætu haldið áfram starfi sínu við að þýða biblíutengd rit yfir á kinjarúanda tungumálið.
Ung kona í Suðaustur-Asíu vinnur við tölvuna sína langt fram á nótt. Þreyta, hitasvækja og rafmagnstruflanir ónáða hana við þýðingarnar. Hvers vegna leggur hún þetta á sig? Hún þarf að skila verkefnunum til prentunar á réttum tíma.
Þessir þýðendur tilheyra hópi um það bil 2.300 sjálfboðaliða sem vinna á meira en 190 stöðum víðs vegar um heiminn. Þeir eru á aldrinum frá tvítugu til níræðs og leggja mikla vinnu á sig þannig að fólk geti hlotið huggun frá boðskap Biblíunnar á 500 tungumálum. — Opinberunarbókin 7:9.
Að ná til fólks af öllum tungum
Á síðustu árum hefur þýðingarvinna votta Jehóva náð nýjum hæðum. Árið 1985 var Varðturninn til dæmis gefinn út samtímis á 23 tungumálum sem var mikið afrek á þeim tíma. Núna er Varðturninn fáanlegur á 176 tungumálum og allar útgáfur eru gefnar út samtímis þannig að lesendur um allan heim fái sömu upplýsingar á sama tíma.
Á um 50 tungumálum er Varðturninn eina tímaritið sem kemur út reglulega. Hver er ástæðan? Útgáfufyrirtæki hafa lítinn áhuga á að gefa út rit á tungumálum sem fáir tala. En um allan heim bjóða vottar Jehóva fúslega fram krafta sína og fjármuni þannig að orð Guðs og biblíutengd rit séu fáanleg alls staðar þar sem þörf er. — 2. Korintubréf 8:14.
Fólk metur það mikils að geta lesið boðskap Biblíunnar á sínu eigin tungumáli. Biblíutengd rit hafa til dæmis nýlega verið gefin út á miskító, tungumáli sem um 200.000 manns tala í Níkaragva. Kona ein bað um að fá Biblíusögubókina mína * á miskító, og var presturinn á staðnum viðstaddur þegar hún fékk bókina afhenta. Eftir að hafa séð þessa fallegu bók vildi presturinn eignast hana sjálfur. Konan neitaði að láta prestinum hana eftir, jafnvel þótt hann byði henni 20 kíló af kaffibaunum í skiptum fyrir bókina!
Á síðasta áratug hafa biblíutengd rit verið þýdd á meira en 10 tungumál innfæddra í Mexíkó, þar á meðal maja, nahúatl og tzotzil. Á innan við áratug hefur frumbyggja- og táknmálssöfnuðum fjölgað þar í landi úr 72 í fleiri en 1200. Vottar Jehóva segja fólki frá boðskap Biblíunnar en þeir vita að það er Guð sem gefur vöxtinn. —Nútímaþýðing Biblíunnar á 80 tungumálum
Á síðustu árum hafa Vottar Jehóva unnið hörðum höndum við að þýða og gefa út Nýheimsþýðingu Heilagrar ritningar í heild eða að hluta til á 80 tungumálum. Hver hafa viðbrögðin verið? Vottur einn í Suður-Afríku sagði um tsúana þýðingu Biblíunnar: „Hún er dásamlegt hjálpargagn og mun hjálpa mér að skilja og meta enn betur orð Guðs. Málfarið gerir lesturinn auðveldari og ánægjulegri.“ Lesandi frá Mósambík, sem talar tsonga, skrifaði: „Þótt við fengjum öll biblíutengdu ritin var það að vera án Biblíu líkt og að hafa þrumur og eldingar en enga rigningu. En svo kom rigningin loksins þegar Nýheimsþýðingin var gefin út á tsonga!“
Þeir sem þýða Biblíuna og segja öðrum frá fagnaðarboðskapnum, sem hún hefur að geyma, uppfylla merkilegan spádóm. Það var Jesús Kristur sjálfur sem bar hann fram: „Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ — Matteus 24:14.
[Neðanmáls]
^ gr. 8 Gefin út af Vottum Jehóva.
[Línurit á bls. 25]
(Sjá uppsettan texta í ritinu)
NÝHEIMSÞÝÐINGIN
Til að hluta eða í heild
1950 1*
1970 7*
1990 13*
2000 36*
2010 80*
ÖNNUR RIT
1950 88*
1960 125*
1970 165*
1980 190*
1990 200*
2010 500*
*FJÖLDI TUNGUMÁLA
[Myndir á bls. 24, 25]
Um 2.300 sjálfboðaliðar vinna við að þýða biblíutengd rit yfir á 500 tungumál.
BENÍN
SLÓVENÍA
EÞÍÓPÍA
BRETLAND