Hefur þú smakkað „brauð lífsins“?
FERÐAMENNIRNIR voru svangir. Þeir höfðu góða matarlyst eftir að hafa skoðað forna sögustaði í borginni Betlehem og þá langaði til að prófa hefðbundinn mat frá þessum slóðum. Einn þeirra kom auga á matsölustað sem bauð upp á falafel – maukaðar kjúklingabaunir bornar fram með tómötum, lauk og öðru grænmeti í pítubrauði. Þetta bragðgóða snarl veitti þeim næga orku til að halda skoðunarferð sinni áfram.
Á meðan ferðalangarnir gæddu sér á pítubrauðinu gerðu þeir sér ekki grein fyrir að þessi brauðhefð er líklega eldri en margar forminjar sem þeir skoðuðu þennan dag. Nafnið Betlehem merkir „hús brauðanna“ og brauð hefur verið bakað á þessu svæði um þúsundir ára. (Rutarbók 1:22; 2:14) Enn þann dag í dag er pítubrauð vinsælt í Betlehem.
Fyrir um fjögur þúsund árum bakaði Sara, kona Abrahams, „flatkökur“ handa þrem gestum sem hafði óvænt borið að garði þegar þau voru stödd rétt sunnan við Betlehem. (1. Mósebók 18:6) Fína mjölið, sem Sara bakaði úr, gæti hafa verið tvíkornhveiti (emmer) eða bygg. Hún varð að hafa snör handtök við brauðgerðina og bakaði sennilega brauðið á glóðheitum steinum. – 1. Konungabók 19:6.
Fjölskylda Abrahams bjó til sitt eigið brauð eins og þessi frásaga gefur til kynna. Þar sem þau voru hirðingjar bökuðu Sara og þjónustustúlkur hennar líklega ekki brauðin í ofni, eins og þær höfðu gert þegar fjölskyldan bjó í borginni Úr. Sara bjó til fínt mjöl úr korninu sem óx á svæðinu. Það var ekki auðvelt verk því að hún þurfti að nota handsnúna kvörn, sem hægt var að flytja á milli staða, og hugsanlega mortél og mortélstaut.
Fjórum öldum síðar var tekið fram í Móselögunum að ekki mætti taka handkvörn að veði því að það væri eins og að taka „lífsbjörgina sjálfa“ frá eigandanum. (5. Mósebók 24:6) Guð leit svo á að handkvörnin væri fjölskyldunni nauðsynleg því að án hennar gæti hún ekki búið til brauð á hverjum degi. – Sjá rammann „ Dagleg brauðgerð á biblíutímanum.“
BRAUÐIÐ SEM HÉLT LÍFINU Í ÍSRAELSMÖNNUM
Í Biblíunni er minnst á brauð rúmlega 300 sinnum og biblíuritararnir notuðu oft orðið brauð um mat. Jesús benti á að þjónar Guðs geti öruggir beðið: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“ (Matteus 6:11) Þegar Jesús talar hér um „brauð“ á hann við mat almennt og sýnir þar með fram á að við getum treyst því að Guð sjái okkur fyrir daglegu viðurværi. – Sálmur 37:25.
Jesús benti þó á að til væri eitthvað sem væri mikilvægara en brauð, eða matur. Hann sagði: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ (Matteus 4:4) Með þessum orðum vísaði hann til þess tíma þegar Ísraelsmenn voru algerlega háðir því að Guð sæi þeim fyrir mat. Það gerðist skömmu eftir brottförina úr Egyptalandi. Eftir um það bil mánaðardvöl í Sínaíeyðimörkinni voru matarbirgðir þeirra á þrotum. Af ótta við að svelta í hel í skraufþurri eyðimörkinni kvartaði fólkið sáran og sagði: „Í Egyptalandi ... átum [við] okkur södd af brauði.“ – 2. Mósebók 16:1-3.
Brauðin í Egyptalandi voru eflaust mjög góð. Á dögum Móse sáu egypskir bakarar um að búa til alls kyns brauð og kökur. Jehóva hafði þó ekki hugsað sér að láta þjóna sína vera án brauðs, það er * og það hélt í þeim lífinu næstu 40 árin. – 2. Mósebók 16:4, 13-15, 31.
að segja matarlausa. Hann sagði þeim: „Nú ætla ég að láta brauði rigna af himni handa ykkur.“ Og það fór svo að árla næsta morgun birtist þetta himnabrauð „fínkornótt yfir eyðimörkinni líkt og héla“. Þegar Ísraelsmenn sáu það spurðu þeir hver annan: „Hvað er þetta?“ Móse svaraði því og sagði: „Þetta er brauð sem Drottinn hefur gefið ykkur til matar.“ Þeir nefndu brauðið „manna“Til að byrja með voru Ísraelsmenn án efa djúpt snortnir af þessu kraftaverki. Manna var eins og „hunangskaka á bragðið“ og allir gátu safnað því sem þeir þurftu til matar og vel það. (2. Mósebók 16:18) En með tímanum fór fólkið að þrá fjölbreytta matinn sem hafði verið á boðstólum í Egyptalandi. Fólkið kvartaði og sagði: „Manna er það eina sem við komum auga á.“ (4. Mósebók 11:6) Gremjan óx í brjósti fólksins og það hreytti út úr sér: „Okkur býður við þessu léttmeti.“ (4. Mósebók 21:5) Að lokum fengu Ísraelsmenn megnustu óbeit á þessu „brauði af himni“. – Sálmur 105:40.
„BRAUÐ LÍFSINS“
Það er greinilega auðvelt að líta á brauð, eins og svo margt annað, sem sjálfsagðan hlut. En í Biblíunni er talað um sérstakt brauð sem ætti ekki að vanvirða. Jesús líkti því við himnabrauðið, sem Ísraelsþjóðin hafði hafnað með fyrirlitningu, og gaf til kynna að þetta brauð gæti leitt til eilífs lífs.
„Ég er brauð lífsins,“ sagði Jesús við mannfjöldann. „Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. Þetta er brauðið sem niður stígur af himni. Sá sem etur af því deyr ekki. Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“ – Jóhannes 6:48-51.
Margir þeirra sem hlustuðu á Jesú skildu ekki að hann notaði orðin „brauð“ og „hold“ í yfirfærðri merkingu. En líkingin átti þó vel við. Bókstaflegt brauð var uppistaðan í daglegu fæði Gyðinga líkt og manna hafði haldið lífinu í Ísraelsþjóðinni á 40 ára eyðimerkurgöngunni. Enda þótt manna hafi verið gjöf frá Guði gat það ekki leitt til eilífs lífs. Hins vegar geta þeir sem trúa á Jesú hlotið eilíft líf vegna fórnar hans. Hann er svo sannarlega „brauð lífsins“.
Þegar þú ert svangur færðu þér kannski brauðbita og þakkar hugsanlega Guði fyrir að gefa þér „daglegt brauð“. (Matteus 6:11) Við kunnum örugglega að meta bragðgóða máltíð en við megum aldrei gleyma hversu mikils virði „brauð lífsins“ er, það er að segja Jesús Kristur.
Hvernig getum við sýnt að við tökum þetta ómetanlega brauð ekki sem sjálfsögðum hlut og varast þannig að líkja eftir hinni vanþakklátu Ísraelsþjóð á dögum Móse? Jesús sagði: „Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.“ (Jóhannes 14:15) Ef við höldum boðorð Jesú, það er að segja borðum „brauð lífsins“ í táknrænum skilningi, getum við átt í vændum að gleðjast yfir góðum mat um alla eilífð. – 5. Mósebók 12:7.
^ gr. 10 Orðið „manna“ er að öllum líkindum dregið af hebresku orðunum „man hú?“ sem þýða „hvað er þetta?“