Hoppa beint í efnið

Er Jesús alvaldur Guð?

Er Jesús alvaldur Guð?

Svar Biblíunnar

 Andstæðingar Jesú sökuðu hann um að gera sig jafnan Guði. (Jóhannes 5:18; 10:30-33) Jesús hélt því hins vegar aldrei fram að hann væri jafn alvöldum Guði að tign heldur sagði: „Faðirinn er mér meiri.“ – Jóhannes 14:28.

 Fyrstu fylgjendur Jesú litu ekki svo á að hann væri jafn alvöldum Guði. Páll postuli skrifaði að eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum hafi Guð „hátt upp hafið hann“. Páll trúði greinilega ekki að Jesús væri alvaldur Guð. Hvernig hefði Guð getað „hátt upp hafið hann“ ef svo hefði verið? – Filippíbréfið 2:9.