Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LANGUAGE

JW Language – yfirlit

JW Language – yfirlit

Tungumál í boði

Arabíska, bengalska, búrmneska, enska, franska, hindí, indverska, ítalska, japanska, kínverska (einfölduð mandarín), kínverska (hefðbundin kantónska), kóreska, lágþýska, malajíska, portúgalska, rússneska, spænska, svahílí, tagalog, taílenska, tyrkneska, víetnamska, þýska.

 

Sniðið að boðuninni

Orðin og orðasamböndin í JW Language eru sniðin að boðuninni, kennslu og biblíulegum orðaforða. Einnig er hægt að bera saman smárit hlið við hlið á þínu máli og málinu sem þú ert að læra.

Námsaðferðir

  • Lestu og berðu saman orð og orðasambönd á þínu máli og málinu sem þú ert að læra.

  • Hlustaðu á einhvern sem hefur þetta mál að móðurmáli lesa orð, orðasamband eða rit.

  • Horfðu á myndskeið fyrir boðunina á málinu sem þú vilt læra.

  • Notaðu myndir til að læra.

  • Taktu eftir hvernig mismunandi orð hafa áhrif á byggingu setningar með því að nota málfræði-valmyndina.

  • Æfðu þig með því að gera verkefni.

    • Horfa: Veldu rétt orð yfir það sem þú sérð.

    • Para saman: Paraðu saman orð og mynd.

    • Hlusta: Veldu mynd sem á við það sem þú heyrir.

    • Minnisspjöld: Giskaðu á rétta þýðingu á því sem myndin sýnir.

    • Hlustunarverkefni: Hlustaðu á orð lesin með hléum, endurtaktu síðan hvert orð upphátt til að æfa þig.

 

Safnaðu saman uppáhaldsefninu þínu

Vistaðu hvað sem er sem uppáhaldsefni svo að þú finnir fljótt aftur það sem þú notar mikið eða átt í erfiðleikum með að muna. Þú getur einnig skoðað uppáhaldsefnið þitt sem leifturspjöld.

 

Latneskt letur

Í ritmáli tungumála þar sem ekki er notað latneskt letur má sjá orð og orðasambönd á latnesku ritmáli.

 

Aðstoð

Ef þú lendir í vandræðum með JW Language þá vinsamlegast fylltu út rafræna hjálpareyðublaðið.