Prestur fær svör
Dag einn þegar Eliso, sem er vottur Jehóva, var á heimili áhugasamrar konu og aðstoðaði hana við biblíunám fékk konan óvænta heimsókn. Við dyrnar var prestur ásamt konu sinni. Eliso hafði heyrt að þessi hjón hefðu nýverið misst einkason sinn.
Þegar Eliso vottaði þeim innilega samúð sína vegna andláts sonar þeirra brustu presturinn og kona hans í grát. Síðan sagði presturinn reiður: „Ég skil ekki hvers vegna Guð hefur leyft slíka raun. Hvernig gat hann tekið einkason minn frá mér? Ég hef þjónað Guði í 28 ár og gert mörg góðverk, og svona launar hann mér! Hvers vegna drap Guð son minn?“
Eliso útskýrði fyrir hjónunum að Guð hefði ekki tekið son þeirra. Hún ræddi líka um mál eins og lausnargjaldið, upprisuvonina og ásæður þess að Guð leyfi slæmum hlutum að gerast. Bæði presturinn og kona hans sögðu Eliso að hún hefði gefið þeim svör við því sem þau hefðu beðið Guð um.
Í vikunni á eftir komu presturinn og kona hans aftur og voru með í biblíunáminu. Eliso og áhugasama konan voru að fara yfir kaflann „Látnir ástvinir verða reistir upp“ í bókinni Hvað kennir Biblían? Hjónin tóku virkan þátt í umræðunum.
Seinna sóttu þau bæði sérmót Votta Jehóva í Tíblisi í Georgíu. Þau tóku eftir hve mikill kærleikur og eining ríkti þar og það hafði djúpstæð áhrif á þau. Þau voru lengi búin að reyna að glæða þessa eiginleika með safnaðarmönnum í kirkjunni sinni, en án árangurs.