Myndir frá Warwick – 6. hluti (mars til ágúst 2016)
Í þessu myndasafni má sjá hvernig framkvæmdum miðaði áfram við nýju aðalstöðvar Votta Jehóva og hvernig sjálfboðaliðar studdu við verkið frá mars til ágúst 2016.
16. mars 2016 – byggingarsvæðið í Warwick
Garðyrkjumenn að taka á móti eikartrjám og hlyn. Meira en 1.400 tré hafa verið gróðursett á byggingarsvæðinu í Warwick.
23. mars 2016 – bifvélaverkstæði
Starfsfólkið í Warwick heldur minningarhátíð um dauða Krists. Alls voru þarna 384 viðstaddir minningarhátíðina, sem vottar Jehóva halda árlega um heim allan.
15. apríl 2016 – byggingarsvæðið í Warwick
Trésmiðir að setja glugga í hliðvarðarskýlið. Hliðverðir munu taka á móti gestum, annast öryggisgæslu við byggingarnar og stjórna umferðinni inn og út af svæðinu.
19. apríl 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Feðgar leggja teppaflísar á gang á annarri hæð. Teppaflísar voru almennt notaðar á álagsfleti því að það er auðveldara að endurnýja skemmdar flísar heldur en stór teppi.
27. apríl 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Smiðir setja upp færanleg skrifstofuskilrúm. Þessum skilrúmum má endurraða eftir þörfum á hverri skrifstofu.
10. maí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Starfsmaður undirbýr aðalgestasalernið svo að hægt sé að setja upp salerni og skilrúm. Gestasalernið er beint á móti anddyrinu.
26. maí 2016 – byggingarsvæðið í Warwick
Öryggisvarnateymi æfir sig að slökkva eld á brunaæfingu. Með því að vera vel undirbúnir að ráða hratt við slík atvik gæta þessir slökkviliðsmenn öryggis starfsfólksins og bygginganna í Warwick, auk þess létta þeir undir með slökkviliði og hjálparsveitum í bæjarfélaginu.
30. maí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Þjónn býður verkamönnum til sætis í aðalmatsalnum rétt áður en dagstextaumræðan hefst. Þetta er í fyrsta sinn sem útsendingunni er streymt í matsalinn.
31. maí 2016 – Verkstæði og bílastæði íbúa
Smiður notar sjálfstillandi leysi til að setja upp meira en 2.500 skilti sem vísa íbúum og gestum til vegar.
1. júní 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Logsuðumaður setur upp handrið við aðalstigann sem liggur frá anddyrinu upp að fyrirlestrasalnum. Eldvarnateppið neðst á myndinni ver svæðið umhverfis fyrir skemmdum.
9. júní 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Starfsmaður í veggja- og loftdeildinni lýkur við að pússa gipsvegginn að sýningunni „Trú í verki“, einni af þremur sýningum án leiðsögumanns fyrir gesti.
16. júní 2016 – Bifvélaverkstæði
Starfsmenn undirbúa steinsteypt gólf fyrir flot. Flotið lokarsteypunni, gerir hana endingarbetri, ver hana fyrir ryki og dekkjaförum og auðveldar allt viðhald.
29. júní 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Smiðir setja plexígler í þakskegg yfir innganginn að anddyrinu. Gegnsæju plöturnar varpa ljósinu inn í aðalinnganginn.
29. júní 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Hjón leggja granítflísar við innganginn að sýningunni „Biblían og nafn Guðs“.
6. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Smiður festir eitt af 1.018 sætum í aðalfyrirlestrarsalnum. Í þessum sal verður Varðturnsnámið haldið og önnur andleg dagskrá Betelfjölskyldunnar.
9. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Í aðalanddyrinu vinna smiðir, rafvirkjar og fleiri starfsmenn við að setja upp ljósaskilti sem býður gesti velkomna.
13. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Tvær systur færa starfsfólkinu vatn í aðalanddyrinu. Starfsfólk var stöðuglega minnt á að drekka nóg af vökva, einkum þegar heitt var í veðri.
19. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Smiður setur upp sýningakassa undir sjaldgæfar biblíur fyrir sýninguna „Biblían og nafn Guðs“. Af og til breytist hluti sýningarinnar til að sýna fleiri sjaldgæfar biblíur og biblíutengda muni.
22. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Smiður notar vinnuteikningar sem varpað er á vegginn til að festa eftirlíkingu af Ástralíu og eyjunum í Suðaustur-Asíu á landakortið í aðalanddyrinu. Nafnið Vottar Jehóva kemur fyrir á næstum 700 tungumálum á veggnum.
23. júlí 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin
Betelfjölskyldan á kynningarnámskeiði. Námskeiðin voru skipulögð með það fyrir augum að bjóða tilvonandi Betelíta í Warwick velkomna og vara þá við hugsanlegum slysagildrum sem gætu enn verið til staðar.
17. ágúst 2016 – Sjónvarp Votta Jehóva
Ljósahringir hengdir upp fyrir ofan borðið í myndverinu. Flestir hlutar myndversins voru fluttir frá myndverinu í Brooklyn.
24. ágúst 2016 – byggingarsvæðið í Warwick
Rafvirki setur upp skilti með LED-lýsingu við aðalinnganginn. Frá og með 1. september verða margar deildir aðalstöðvanna teknar til starfa í Warwick.